Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.1993, Side 72

Tímarit Máls og menningar - 01.09.1993, Side 72
var spurð hvort hún væri þjóðlegur höf- undur. „Nei, ég er feitur höfundur," svar- aði Ania og neitaði þannig að taka þátt í flokkunarleiknum, enda þótt hún hafi fjallað mikið um innflytjandann sem ut- angarðsmann í verkum sínum og deilt á hið miðlæga samfélag: „Þið samþykkja mig aldrei... Þið alltaf spurja mig hvaðan ég er . . . Þið segja mér að ég sé skrýtin í útlit. Öðruvísi“, skrifar Ania til dæmis í „Ástralíu“.21 Þarna seturhún innflytjand- ann í stöðu barnsins og konunnar, hann er öðruvísi (Other) í tvennum skilningi sé um kvenmann að ræða. Þetta fellur raunar vel að þeirri skoðun Sneja Gunew að þeg- ar móðurmál innflytjandans sé ekki enska megi líkja landflutningunum við að ráðast á nýjan leik til inngöngu á það stig sem Lacan og frönsku feministarnir hafa nefnt „hið symbólska", vegna þess að máltaka feli í sér að verða félagsvera og þar með frelsun frá óreiðu þránna. Þessi nýja máltaka gerist ekki þrautalaust, móður- mál lærist ekki nema einu sinni, og því tapast óumflýjanlega einhver hluti af per- sónuleikanum og fyrri merkingarheimi, ákveðin firring frá þrám sínum er óhjá- kvæmileg, eins og Gunew kallar það, auk þess sem hætt er við að viðkomandi verði aldrei fullkomlega gjaldgengur eða jafn rétthár í hinum nýja merkingarheimi.'3 Staða frumbyggjans er að nokkru leyti sambærileg. Hann má sæta því að vera jaðarsettur í eigin landi, að vera bolað út í afkima af ,,innrásarmönnum“. Sú krafa hefur einnig verið gerð til frumbyggjans, leynt og ljóst, að hann lagi sig að menn- ingu hvíta mannsins, fórni nánast öllum sínum menningararfi, eða farist ella. Þannig hafa verið brotin lög á frumbyggj- um, þeir eru fórnarlömb nýlendustefn- unnar í öðrum skilningi en landnemarnir. Lítið hefur farið fyrir bókmenntasköp- un frumbyggja enn sem komið er, en með vaxandi áhuga á jaðarmenningu almennt í heiminum og auknu samviskubiti hvítra hefur hluti af menningu frumbyggja nú verið innlimaður í hina miðlægu menn- ingu. Áhugi á nútímabókmenntum frum- byggja hefur vaxið að sama skapi, en þær byggja reyndar að miklu leyti á vestræn- um forsendum, enda sagnaarfur frum- byggja ekki aðgengilegur þar sem hann er fyrst og fremst í munnlegri geymd og ekki á ensku máli. „Formin geyma sögur um frumbyggja, en klæðast hinum hefð- bundnu „vestrænu" flíkum hefðbundinna bókmenntagreina, svo mótsagnakennt sem það er,“ skrifar Jack Davis í formála að fyrsta safnriti með skáldskap eftir frumbyggja.”3 Þegar það kom út árið 1990 höfðu frumbyggjar einungis gefið út ellefu skáldsögur frá 1965, er sú fyrsta leit dagsins ljós. Höfundar frumbyggja, svo sem Jack Davis og Colin Johnson (hann breytti síðar nafninu í Mudrooroo Narog- in), fjalla í skáldverkum sínum um þá breyttu afstöðu til landsins sem frum- byggjar hafa þurft að sætta sig við og útlagastöðu þeirra, oft í svolítið beiskum tón. Þeir sýna gjarnan frumbyggjann í sínu náttúrulega umhverfi, en syrgja um leið þann menningararf sem tapast hefur, bæði vegna uppflosnunar og glataðra tungumála. Aðeins eitt verk eftir frumbyggja hefur náð verulegri útbreiðslu. Það er bókin My Place, sjálfsævisögulegt verk eftir Sally Morgan, sem telur sig frumbyggja þótt hún sé írsk í aðra ættina og líkist lítt 70 TMM 1993:3
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.