Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.1993, Page 82

Tímarit Máls og menningar - 01.09.1993, Page 82
okkur við þá aðfluttu og menningu þeirra. Enda skal þess getið hér að þegar Frye varpaði kenningu sinni fram var ekki hægt að tala um bókmenntir annarra en innflytj- endanna. ,,Frumbyggjar“ skrifuðu ekki skáldskap og ef þeir skrifuðu voru verk þeirra yfirleitt ekki birt. En nú er öldin önnur. í öllum nýfrjálsum löndum eru komnir fram höfundar sem em afkomendur fólksins sem var fyrir í landinu þegar Evrópumenn tóku það fyrir sig. Og þessir höfundar spyrja ekki: Hvar er ég? Þvert á móti. Patricia Grace, sem er Márí, leikur sér að vangaveltum innflytjendanna. Þegar hún heldur erindi um bókmenntir í heimahögunum byrjar hún yfirleitt á því að tilkynna: Heimurinn er þar sem við erum! En áður en hún gat farið að birta verk sín þurfti margt að breytast. Máríar eiga sér langa hefð í húsbygginga- list, útskurði og vefnaði. Þessar listir em allar vandlega tengdar goðafræði, sögu ætt- anna sem gripina eiga, og ýmsum táknum sem þóttu nauðsynleg í menningu Máría. Oft má finna sögu ættar utan á samkomu- húsi þeirra ekki síður en innan veggja þess. Máríar flíkuðu hins vegar ekki skrifum sín- um samkvæmt óskráðum lögum þeirra um vemdun menningararfs hverrar ættar fyrir sig. Hann var vemdaður með bannhelgi, tapu lögmálinu. Það er orðið hverjum manni Ijóst að þjóð eins og Máríar, sem teljast rúmlega þrjú hundruð þúsund sálir, mega ekki við margnum. Afkomendur innflytjendanna eru orðnir þrjár til fjórar milljónir og alltaf bætist við tölu þeirra, nú síðast frá Víetnam. Það sem mest liggur á, úr því sem komið er, er að endurvinna sameiginlegan menning- argmndvöll fyrir alla Máría, en þeir eru nú dreifðir um allar jarðir. Fremst í flokki þeirra Máría, sem nú eru önnum kafnir við að samræma gamlar hefðir og nýjar aðstæður í Aotearoa fara skáld sem nýlega komu fram á sjónar- sviðið. Það fer gjaman fyrir þeim eins og höfundum Islendingasagnanna forðum. Skáldskapur þeirra eða „nýja sagnahefðin“ er nátengdur sögu þjóðarinnar og oft byggja þau skáldverk sín á eigin ættarsögum eða atburðum sem þjóðin gjörþekkir. Sögurnar, sem þau vefja inn í skáldskap sinn, hafa oft verið sagðar mann fram af manni sam- kvæmt fomu sagnahefðunum. Nálægð hins óútskýranlega, aðrar víddir í umhverfmu og yfirnáttúrulegir atburðir fljóta stöðugt með í skáldskap þeirra og goðsögumar eru magnaðar. Stundum eru sögumar skrifaðar út frá Ijóðum, sagnaljóðum, eða þjóðsög- um. En í hvert sinn sem komið er að bók- staflegri „skráningu sögunnar“ þ.e. borið við „sagnfræðilegum staðreyndum“ bera verkin þess merki að skapandi höfundar sitja við þau og endursögnin verður þeirra eigið hugverk. Vandamál Pakehanna með það að fella enska tungu að reynslu þeirra í nýjum heimi vefst heldur ekki fyrir márískum höfund- um. Enska þeirra er ,,menguð“ af þeirra eigin tungu og málið sem þau skrifa á fellur að viðfangsefninu eins og vel sniðin kápa. Allar eru sögumar látnar gerast í samtím- anum, með tilvísun til fortíðar. Byggt er á hugmynd Máría um tímann. Samtíminn er hluti af fortíðinni og framtíðinni. Tími er mældur í ,,uppstöfluðum“ atvikum og er alls ekki línulaga. (Máríar bera lóðrétta stiku á tímann). Blandað er saman raun- verulegum atvikum og skáldskap af mikilli list. Þessi viðleitni hefur orðið leiðandi í listinni að vera innlendur maður, Maori, í Nýja Sjálandi. 80 TMM 1993:3
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.