Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.06.1994, Page 9

Tímarit Máls og menningar - 01.06.1994, Page 9
Þorvarður Árnason Skuggamyndir/sólmyndir veruleiki, ljósmyndir og list Hér frá að hverfa hugur býður mér að ending á skerfa orða skugga gler ... — Rógsvala{ 1660), séra Eiríkur Hallsson að Höfða Á æskuheimili mínu eru pósitífar ljósmyndir, þessar gagnsæju myndir sem maður varpar gjarnan á tjald eða hvítan vegg, aldrei kallaðar annað en skuggamyndir. Stundum hefur legið við misskilningi þegar ég hef boðist til að sýna heimilisfólkinu nýjasta ljósfeng minn í formi „litskyggna“ eða „slides-mynda“, þessi hugtök virðast ekki hafa náð að festa rætur á heimilinu fremur en mörgum öðrum sem því svipar til. Sjálfum var mér hálíþartinn í nöp við þessar skuggamyndir eldra fólksins, án þess að ég kæmi auga á ástæðu þeirrar ólundar. Orðið olli mér töluverðum heilabrotum þar sem ég fékk ekki í fljótu bragði séð hvernig tilurð þess var háttað né hvernig það hefði náð slíkri festu í tungumálinu. Þá blundaði jafnframt í kollinum á mér einhver óljós hugmynd í þá veru að nafngiff in tengdist á einhvern hátt tregðu íslendinga til að viðurkenna ljósmyndun sem fullveðja listgrein. Skuggar hafa fylgt manninum allt frá fyrstu dögun og lengi verið honum ráðgáta og frjó uppspretta hugsunar og myndlíkingar. íslendingar hafa ekki farið varhluta af þeirri skuggahugsun, eins og sjá má af þeim mikla fjölda orðtaka um skugga í íslensku máli. Þótt skuggar eigi sér margvíslegar birt- ingarmyndir í íslensku er algengasta notkun orðsins sú sem gefin er upp í Orðabók Menningarsjóðs: „ljós- eða birtuskortur þeim megin hlutar sem frá ljósgjafanum snýr, oft með lögun og mynd hlutarins eða meira að minna leyti.“ Með hliðsjón af þessari skilgreiningu er freistandi að álykta að skuggar hafi frá fornu fari birst mönnum í líki mynda eða þótt samsvara þeim á órjúfanlegan hátt. Skuggar hafa enga „efnislega“ tilvist óháð þeim hlutum sem gefa þeim mynd sína; skugginn er framlenging á hlutnum og tengdur honum órofa böndum. Orðið „skuggamynd“ virkar því í fyrstu bæði óþarft TMM 1994:2 7
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.