Tímarit Máls og menningar - 01.06.1994, Page 9
Þorvarður Árnason
Skuggamyndir/sólmyndir
veruleiki, ljósmyndir og list
Hér frá að hverfa
hugur býður mér
að ending á skerfa
orða skugga gler ...
— Rógsvala{ 1660), séra Eiríkur Hallsson að Höfða
Á æskuheimili mínu eru pósitífar ljósmyndir, þessar gagnsæju myndir sem
maður varpar gjarnan á tjald eða hvítan vegg, aldrei kallaðar annað en
skuggamyndir. Stundum hefur legið við misskilningi þegar ég hef boðist til
að sýna heimilisfólkinu nýjasta ljósfeng minn í formi „litskyggna“ eða
„slides-mynda“, þessi hugtök virðast ekki hafa náð að festa rætur á heimilinu
fremur en mörgum öðrum sem því svipar til. Sjálfum var mér hálíþartinn í
nöp við þessar skuggamyndir eldra fólksins, án þess að ég kæmi auga á
ástæðu þeirrar ólundar. Orðið olli mér töluverðum heilabrotum þar sem ég
fékk ekki í fljótu bragði séð hvernig tilurð þess var háttað né hvernig það
hefði náð slíkri festu í tungumálinu. Þá blundaði jafnframt í kollinum á mér
einhver óljós hugmynd í þá veru að nafngiff in tengdist á einhvern hátt tregðu
íslendinga til að viðurkenna ljósmyndun sem fullveðja listgrein.
Skuggar hafa fylgt manninum allt frá fyrstu dögun og lengi verið honum
ráðgáta og frjó uppspretta hugsunar og myndlíkingar. íslendingar hafa ekki
farið varhluta af þeirri skuggahugsun, eins og sjá má af þeim mikla fjölda
orðtaka um skugga í íslensku máli. Þótt skuggar eigi sér margvíslegar birt-
ingarmyndir í íslensku er algengasta notkun orðsins sú sem gefin er upp í
Orðabók Menningarsjóðs: „ljós- eða birtuskortur þeim megin hlutar sem frá
ljósgjafanum snýr, oft með lögun og mynd hlutarins eða meira að minna
leyti.“
Með hliðsjón af þessari skilgreiningu er freistandi að álykta að skuggar
hafi frá fornu fari birst mönnum í líki mynda eða þótt samsvara þeim á
órjúfanlegan hátt. Skuggar hafa enga „efnislega“ tilvist óháð þeim hlutum
sem gefa þeim mynd sína; skugginn er framlenging á hlutnum og tengdur
honum órofa böndum. Orðið „skuggamynd“ virkar því í fyrstu bæði óþarft
TMM 1994:2
7