Tímarit Máls og menningar - 01.06.1994, Síða 11
sennilega á ferðinni í næstu heimild, Jólagjof handa bornum frá Jóhanni
Halldórssyniffá 1839: „Jegsmáðiþá [ávextina] þótt sætir væru þeir, og sóktist
eptir skuggamyndum einum."
Skuggamyndin, í merkingunni „skyggna“ eða „ljóskersmynd“, kemur
fyrst fram árið 1861 eða nokkru síðar en orðin ljósmynd (1852) og
sólmynd (1854). Þá segir í íslendingi frá turnreiðarfundi í Berlín þar sem
sýndur var „í skuggamyndum bardagi Kílarstúdenta við Flensborg“. Þessi
nýja merking er að öllum líkindum ættuð úr dönsku og þar kennir orðið
uppruna síns í töfraljóskerinu, en óvíst er hvort málaðar ljóskersmyndir
hafi verið notaður á sýningum hérlendis. Skuggamyndin hefur sennilega
verið orðin að skyggnu þegar hún barst hingað til lands en nafngiftin
hefur meðal annars haft þann tilgang að greina varpanlegar, pósitífar
skyggnur bæði frá pappírsljósmyndum og hinum málmkenndu sólmynd-
um (daguerrotýpum).
Skuggamyndasýninga hérlendis er fýrst getið árið 1874 þegar eftirfarandi
auglýsing birtist í Víkverja: „77/ hagnaðar fyrir Sunnudagaskólann verða í
Glasgow 1. mars sýndar skuggamyndir og nokkrar sjónhverfingar.“ Árið 1883
verða sýningar af hliðstæðu tagi fastur liður í bæjarlífinu en þá hefur
Þorlákur Ó. Johnson, kaupmaður, „panóramasýningar“ á Hótel íslandi.
Gerðust gestir hans æði víðförulir ef marka má auglýsingu sem Þorlákur
birtir í ísafold árið 1891 undir yfirskriítinni „Skemmtanir fyrir fólkið“:„ ...
Vjer höfum farið í kring um hnöttinn... Vjer höfum komið og sjeð orustur
og vígvelli í egipzka stríðinu ... ferðast víðsvegar um vort söguríka og kæra
föðurland ... Og nú, kæru landar, opna jeg fyrir yður enn nýja veröld, með
nýjum myndum ... “
Skugginn í speglinum
Kenn mér lindin lygna
ljóssins heim að skyggna
—Kenn mér, e. C.E. Richardt, þýð. Matthías Jochumsson
Skuggamyndasýningar Þorláks á Hótel íslandi lögðust af tveimur árum
seinna, en slíkar sýningar færðust síðan inn á einkaheimilin og þá var
skuggamyndin í þessu formi endanlega búin að festa sig í sessi. Árið 1916
bættist samt sem áður enn ein og þá jafnffamt síðasta merkingin við þetta
orð.Þábirtistgreinumröntgenmyndatökur í Skírni: „...þettaeðligeislanna
er notað til að framleiða skuggamyndir við svokallaða Röntgenlýsingu ..
TMM 1994:2
9