Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.06.1994, Blaðsíða 15

Tímarit Máls og menningar - 01.06.1994, Blaðsíða 15
skyldir, bæði í útliti og í sögulegum skilningi. Saga þeirra er talsvert saman- tvinnuð og segja má að þeir hafi í gegnum tíðina haft tilhneigingu til að skilgreina sig hvor út frá öðrum. Þeir hafa þá jafnframt ýmist auðgað hvor annan eða rýrt. Ljósmyndin hefur þegið flest sín ytri einkenni (ramma, myndskurð, myndefni) frá málverkinu — ásakanir um „hermun“ eiga því í vissum skilningi rétt á sér. En ljósmyndin hefur einnig þegið í arf ýmislegt miður gagnlegt eins og aldagamla gagnrýni manna á raunsæismálverk. Þá gagnrýni eins og hún snýr að málverkinu ætla ég ekki að ræða hér, heldur aðeins benda á það hvernig hin ólíka „verufræðilega11 staða þessara miðla breytir forsendum gagnrýninnar þegar henni er beint gegn ljósmynd- inni. Ólíkt ljósmyndaranum er málaranum í sjálfsvald sett hvort og hversu mikið verk hans líkist hinni náttúrulegu fyrirmynd (ef slík fyrirmynd er þá á annað borð til staðar). Málverkið hefur engin nauðsynleg tengsl við raun- veruleikann eða raunsæið. Ljósmynd getur hins vegar aldrei vikist undan því að vera raunsýnd einhvers fyrirbæris, hlutar eða atburðar sem á eða hefur átt sannanlega tilvist í hinum náttúrulega heimi — ljósmynd er raunsýnd þess sem er eða gerist. Hið kyrra líf Hafðar eru tilraunir í ffammi til að skíra slíkar ljósmyndaeftir- hermur nöfhum eins og náttúrustefhu og raunsæisstefnu. —Dagur í senn, Halldór Laxness Af ofansögðu ætti að vera ljóst að málverk og ljósmynd lúta ólíkum lögmál- um og því er fremur tilgangslaust að bera þau saman, sérstaklega út frá raunsæishugtakinu. Þetta kemur einna skýrast fram í gagnrýni á hið svokall- aða Ijósmyndaraunsæi sem ekki þykir „fínn pappír“, hvorki í málverkinu né ljósmyndinni sjálfri. Það hugtak vitnar um samband milli raunsæis og Ijósmyndar sem þarf alls ekki að vera til staðar og er því á misskilningi byggt. Ljósmyndin er ekki raunsæ í eðli sínu fremur en málverkið, raunsýnd hennar þarf engan veginn að búa sér raunsæislegt form. Því verður hins vegar ekki neitað að ljósmyndin hefur gegnum tíðina sýnt miklar raunsæistilhneigingar og þær má vissulega gagnrýna, sérstaklega ef sýnt þykir að hún brjóti þar gegn einhverjum grunnþáttum í eðli sínu. Raunsæisstefnan átti þegar í árdaga greiðan aðgang að hjörtum (og linsum) ljósmyndara og hefur allar götur síðan nánast verið einráð, þrátt fyrir ýmis athyglisverð „hliðarspor“. Það vekur í raun furðu hvað ljósmyndun TMM 1994:2 13
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.