Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.06.1994, Side 22

Tímarit Máls og menningar - 01.06.1994, Side 22
dauðanum í framtíðinni“ (bls. 96). Um okkur fer kvíðahrollur vegna voða sem þegar hefur dunið yfir. Getum við lesið bók Barthes sem allegóríu, táknsögu um vanda bók- menntatúlkandans, og reynt að beita hugtökum hans á bókmenntaverk? Það sem hann segir kveikju bókarinnar bendir til þess: „(...) ég hef alltaf þjáðst af óþægindum sem fylgja því að vera sjálfsvitund tætt milli tveggja tungu- mála, annað byggt á tjáningu, hitt á gagnrýni; og innst í tungumáli gagnrýn- innar, milli mismunandi orðræðu félagsfræðinnar, táknfræðinnar og sálgreiningarinnar — og að lokum var ég óánægður með þær allar — fann ég það eina sem ég var viss um í mér (hversu barnalegt sem það var): örvæntingarfullt andóf gegn öllum smættandi (e. reductive, mín aths.) kerfum.“ (bls. 8) Og enda þótt hann fjalli ítarlega um það sem hann telur sérstöðu ljósmyndarinnar, líkir hann henni þó á einum stað við bókmennta- form, þar sem er hækan. Allt er gefið sem í sjónhendingu, og ekkert rúm fyrir langar útleggingar (bls. 49). Hækan er mynd. örstutt ljóð, ljóð sem við rétt einsog ljósmynd getum séð öll í einu, er án efa sú tegund bókmennta sem beinast liggur við að kanna útfrá hugmyndum Barthes. lokum þessa hæku hér, í þýðingu Helga Hálfdanarsonar:5 Gamla kyrra tjörn! Lítill froskur stingur sér — vatnið segir: Hviss! Ljóðið er einföld mynd, en punktur hennar er sú tilfmning fyrir tímanum og dauðanum sem hún vekur. Eitt andartak gárum við með lífi okkar lygnt yfirborð tímans, einsog þegar froskur stingur sér í tjörn og er svo horfinn; og tjörnin er gömul og kyrr sem áður. Þessi tilfinning vaknar ekki síst af orðinu sem stendur út úr kvæðinu: Hviss! — við heyrum tímann þjóta hjá, við sjáum orðið þegar við lokum augunum, og skynjum líf okkar eitt andartak frá sjónarmiði eilífðarinnar. Þetta orð er sýnilegur punktur kvæð- isins, rýfur lygnu þess í margfaldri merkingu. Það þarf engan að undra að þessi gamla austræna kveðskaparhefð hafi höfðað sterkt til skáldsins Ezra Pound. Þegar hann boðaði hinn svonefnda ímagisma í ljóðlist árið 1912 lagði hann allt upp úr beinum myndum, að öllum óþarfa orðum og viðlíkingum væri sleppt, skáldið yrði að gera sér ljóst „að hið náttúrulega viðfang (object) er ávallt fullnægjandi tákn“.6 Hér leitar annað ljóð á hugann, að þessu sinni íslenskt, þ. e. hið fræga kvæði Jóhanns Sigurjónssonar um skáldbróður sinn:7 20 TMM 1994:2
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.