Tímarit Máls og menningar - 01.06.1994, Page 26
Jón Karl Helgason
Flettiskilti
æfing í táknfræði
Flettiskiltið, líkt og nektardansmærin, vekur væntingar um það óséða, það
sem ekki er í augsýn en verður afhjúpað von bráðar. Munurinn er þessi:
Flettiskiltið tínir af sér eina spjör, síðan aðra og loks þá þriðju sem jafnframt
er sú fyrsta sem féll. Þannig getur sýningin haldið sleitulaust áffam; eilífur
nektardans þar sem afhjúpuninni er sífellt slegið á frest.
Skilti eru dæmigerð tákn. í þeim eins og öðrum táknum renna saman tvö
svið veruleikans — táknmynd og táknmið. Við sjáum táknmyndina með
augunum (átta fermetra fiskibolludós sem ber við Esjuna), táknmiðið er
fjarverandi (tvö hundruð og fimmtíu grömm af fiskibollum í öllum betri
nýlenduvöruverslunum). Hlutverk táknsins er að leiða okkur frá táknmynd-
inni til táknmiðsins, frá augsýn til athafna.
Misskiljið mig ekki. Skilti geta verið afar gagnleg, líkt og vitar sem vísa
sjófarendum til hafhar. Þetta á ekki síst við þegar fjarlægðin milli táknmynd-
ar og táknmiðs er takmörkuð. Þú ert á siglingu í myrkri borgarinnar. Vísirinn
á bensínmælinum leggur vanga við R. Þú skimar út um framrúðuna. Og sjá:
Skilti með táknmynd einhvers olíufélagsins. Táknmiðið (takmarkið) er í
grenndinni. Og þar fram eftir götunum. Þarna er hótel. í þessu húsi má
kaupa ölflöskur. P bendir á bílastæði.
Skiltin þjóna einnig táknhöfum. Þau tattóvera vörumerki og myndir í
huga vegfarenda. Næsta dag í nýlenduvöruversluninni kinka ég kolli til
fiskibolludósar. Ég kinka á sama hátt kolli við kassann þegar ég rekst á
manninn sem flytur öðru hvoru drungalegar veðurfréttir í sjónvarpinu. Mér
frnnst eins og ég eigi að þekkja hann. Hann er líka með fiskibollur í innkaupa-
grindinni. Okkur dreymdi sama dagdrauminn í skiltaskóginum.
011 íslensk skilti eiga sér stóran draum. Þau dreymir um að eyða fjar-
lægðinni milli táknmyndar og táknmiðs. Þau dreymir um að verða að sínu
eigin táknmiði. Fyrirmyndin erHOLLYWOOD skiltið í Bandaríkjunum.
Þar hefur táknmyndin máð táknmiðið út. Nafn þessarar borgar er nefnt og
maður sér ekki fyrir sér hús eða götur heldur níu flennistóra bókstafi í
reytingslegri fjallshlíð.
Stundum rættist þessi draumur um stundarsakir hjá einu og einu íslensku
24
TMM 1994:2