Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.06.1994, Síða 26

Tímarit Máls og menningar - 01.06.1994, Síða 26
Jón Karl Helgason Flettiskilti æfing í táknfræði Flettiskiltið, líkt og nektardansmærin, vekur væntingar um það óséða, það sem ekki er í augsýn en verður afhjúpað von bráðar. Munurinn er þessi: Flettiskiltið tínir af sér eina spjör, síðan aðra og loks þá þriðju sem jafnframt er sú fyrsta sem féll. Þannig getur sýningin haldið sleitulaust áffam; eilífur nektardans þar sem afhjúpuninni er sífellt slegið á frest. Skilti eru dæmigerð tákn. í þeim eins og öðrum táknum renna saman tvö svið veruleikans — táknmynd og táknmið. Við sjáum táknmyndina með augunum (átta fermetra fiskibolludós sem ber við Esjuna), táknmiðið er fjarverandi (tvö hundruð og fimmtíu grömm af fiskibollum í öllum betri nýlenduvöruverslunum). Hlutverk táknsins er að leiða okkur frá táknmynd- inni til táknmiðsins, frá augsýn til athafna. Misskiljið mig ekki. Skilti geta verið afar gagnleg, líkt og vitar sem vísa sjófarendum til hafhar. Þetta á ekki síst við þegar fjarlægðin milli táknmynd- ar og táknmiðs er takmörkuð. Þú ert á siglingu í myrkri borgarinnar. Vísirinn á bensínmælinum leggur vanga við R. Þú skimar út um framrúðuna. Og sjá: Skilti með táknmynd einhvers olíufélagsins. Táknmiðið (takmarkið) er í grenndinni. Og þar fram eftir götunum. Þarna er hótel. í þessu húsi má kaupa ölflöskur. P bendir á bílastæði. Skiltin þjóna einnig táknhöfum. Þau tattóvera vörumerki og myndir í huga vegfarenda. Næsta dag í nýlenduvöruversluninni kinka ég kolli til fiskibolludósar. Ég kinka á sama hátt kolli við kassann þegar ég rekst á manninn sem flytur öðru hvoru drungalegar veðurfréttir í sjónvarpinu. Mér frnnst eins og ég eigi að þekkja hann. Hann er líka með fiskibollur í innkaupa- grindinni. Okkur dreymdi sama dagdrauminn í skiltaskóginum. 011 íslensk skilti eiga sér stóran draum. Þau dreymir um að eyða fjar- lægðinni milli táknmyndar og táknmiðs. Þau dreymir um að verða að sínu eigin táknmiði. Fyrirmyndin erHOLLYWOOD skiltið í Bandaríkjunum. Þar hefur táknmyndin máð táknmiðið út. Nafn þessarar borgar er nefnt og maður sér ekki fyrir sér hús eða götur heldur níu flennistóra bókstafi í reytingslegri fjallshlíð. Stundum rættist þessi draumur um stundarsakir hjá einu og einu íslensku 24 TMM 1994:2
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.