Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.06.1994, Síða 32

Tímarit Máls og menningar - 01.06.1994, Síða 32
Þorleifur Hauksson Nokkur orð um stíl Þórbergs Þrjú ný fyrirbrigði hygg ég, að ég hafi innleitt í íslenzka rit- mennsku. Það er fútúrisminn, paradoxarnir (áður var alltaf sama jafna skvampið, eins og þegar riðið er yfir Hornafjarðarfljót) og meðaumkvunarlaust virðingarleysi fyrir öllu því, sem fólki er „heilagt", fyrir tepruskap storknaðra siðakenninga hinnar kyrr- stæðu lægðar, sem legið hefur ffá landnámstíð yfir þessu útskeri. Ég hef innleitt meiri hraða, fjör, hittni og tilbrigði í stíl. — Því segi ég „innleitt“? Af þessu hefur enginn lært neitt, nema vinur minn Halldór Kiljan.1 Þannig komst Þórbergur Þórðarson að orði í bréfi til Stefáns Einarssonar. Bréfkaflinn er a.m.k. 55 ára gamall, en enn í dag býr jafnvel minnsta textabrot frá hendi Þórbergs yfir einhverjum fáséðum ferskleika. Kannski vegna þess að stíll hans hefur aldrei fallið eða verið felldur inn í farveg hefðarinnar. Kannski vegna þess hve fáir urðu til að taka hann sér til fyrirmyndar—nema, að sumu leyti, vinur hans Halldór Laxness. Þórbergur kvaddi sér hljóðs í upphafi sem ritgerðasmiður, esseyisti. Fyrsta ritgerðin sem birtist frá hans hendi á prenti, „Ljós úr austri“, í Eimreiðinni 1919, er allnýstárleg í samanburði við það sem menn áttu að venjast. Meginefni ritgerðarinnar er kynning á jógaffæðum, en eftirtekt lesandans er vakin í upphafi með sérstæðri lífsreynslusögu: Nótt eina í septembermánuði árið 1914 bar mér það sviplega áfall að höndum, að ég misti heilsuna á nokkrum augnablikum.2 Þessu sviplega áfalli er síðan lýst með miklum tilþrifum. Lýsingin minnir einna helst á líffæraverkfallið sem dettur við og við yfir Sobbeggi afa í Sálminum um blómið, enda reynist þetta vera snertur af ímyndunarveiki og koma meginþræði ritgerðarinnar lítið sem ekkert við. Hér er á ferðinni fyrsta sjálfslýsing Þórbergs á prenti, og sá „skringitónn" sem hér er sleginn (orða- lagið er Árna Hallgrímssonar ritstjóra) átti eftir að hljóma síðar með enn eftirminnilegri hætti. 30 TMM 1994:2 j
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.