Tímarit Máls og menningar - 01.06.1994, Page 33
Hálfiim áratug síðar kom Bréftil Láru út, og Þórbergur hóf þar raunveru-
legan rithöfundarferil sinn sem uppreisnarmaður gegn máttarvöldum þessa
heims og annars, og einnig rís hann storkandi gegn þeim rithefðum sem þá
tíðkuðust, eins og tilvitnunin hér að framan bar með sér. Nú er þess að gæta
að Þórbergur er enginn nýgræðingur þegar hér er komið sögu. Hann er
hálffertugur að aldri á útkomutíma Bréfs til Láru og hefur aflað sér mjög
víðtækrar menntunar á þeirra tíma vísu, að mestu leyti á eigin spýtur. Hann
hafði lesið kynstrin öll á erlendum málum um fræðileg efni og var afar vel
að sér í íslenskri tungu og fornbókmenntum, og auk þess handgenginn
bókmenntum síðari alda eins og margvíslegar stílæfingar hans og skopstæl-
ingar bera vitni um.
Bréf til Láru vakti mjög sterk viðbrögð þeirra fjölmörgu sem skrifuðu um
það ritdóma eða brugðust við því á annan hátt á prenti. Sumir vildu hefja
höfundinn í spámannatölu, aðrir urðu hneykslaðir og reiðir. En engum gátu
dulist einstæðar gáfur og hæfileikar þessa áður óþekkta höfundar. í Vísi 6.
apríl 1925 undrast Jakob Jóhannesson Smári
hve hugarflugið er magnað, krafturinn mikill í samsetningunni og
andagiftin spámannleg. /.../ ímyndunarafl og stUl höfundar nær
yfir ótrúlega víð og margháttuð svið — beiska ádeUu, meinlausa
kýmni, eldheita andagift og rómantískt hugarflug, þar sem veru-
leikaheimurinn með vonum sínum, vissu og vonbrigðum speglast
í tárum rómantískrar fjarlægðar. /.../ slíkur eldmóður og þvUíkt
hugsæi er óvanalegt. Þórbergur er hugsjónamaður og umfram alt
er hann maður, — óvanalega hreinskUinn, frábærlega einlægur.
Um bókina aUa leikur hressandi blær, sem er eins og svölun í því
mollulofti hræsni og yfirdrepsskapar, sem vér eigum við að búa.
í samanburði við þessar viðtökur er undarlegt hvað þær bækur sem á eftir
komu og teljast mega efndir þeirra fyrirheita sem gefin voru með Bréfi til
Láru mættu miklu tómlæti meðal ritdómenda. Þegar síðara bindi Ofvitans
kom út var t.a.m. aðeins birtur um það einn ritdómur, í Stormi, og hann
fjallar ekki um bóldna heldur um það hvernig tildragelsið í kirkjugarðinum
hafi verið í raun og sannleika samJevæmt traustustu heimildum.
Hvernig á þessu tómlæti getur staðið er erfitt að segja, ekki síst þar sem
vitað er að bækurnar voru mikið keyptar og lesnar. Ein af skýringum er e.t.v.
sú að á þessum árum voru menn ekki mildð að hafa fyrir því að ritdæma
bækur pólitískra andstæðinga, og affur á móti voru margir samherjar Þór-
bergs vonsviknir yfir að höfundur væri stiginn niður úr ræðustólnum og
farinn að söklcva sér ofan í sérviskulegar endurminningar.
TMM 1994:2
31