Tímarit Máls og menningar - 01.06.1994, Side 44
í birtu sem fellur á formað lauf
og heyrum niðri á hráblautri grund
villigölt og veiðihund
í eltingaleiknum alla stund
en sættast þó uppi í stjörnufans.
Á kyrrum púnkti í heimi sem snýst. Hvorki hold né holdleysi;
hvorki til né ffá; á kyrra púnktinum, þar er dansinn,
en hvorki stöðvun né hreyfing. Og kallið það ekki festingu,
þar sem fortíð og framtíð mætast. Hvorki hreyfing frá né til,
hvorki ris né hnig. Án þessa púnkts, þessa kyrra púnkts
væri enginn dans, og það er ekkert annað en dansinn.
Ég get aðeins sagt, þarna vorum við, ekki sagt hvar.
Og ég get ekki sagt hve lengi, því þá er það staðsett í tíma.
Innra frelsi frá jarðbundinni þrá,
lausn frá athöfn og kvöl, frá því sem knýr
að innan og utan, en ber samt í sér
náðargjöf skynjunar, hvítt ljós kyrrt á hreyfingu
Erhebwig án hreyfmgar, þétting án útilokunar
bæði ný veröld og sú gamla
sem er gerð skýr og skiljanleg
þegar ófullkomin sæla hennar fullgerist,
þegar ófullkomin skelfing hennar skilar sér.
Samt munu hlekkir fortíðar og framtíðar
samofnir þróttleysi breytilegs líkama
hlífa mönnum við himnaríki og glötun
sem holdið þolir ekki.
Tími sem er og tími sem var
leyfa aðeins örlitla meðvitund.
Að hafa meðvitund er að vera utan tímans
en aðeins í tíma er unnt að muna
stund í rósagarði, eða regnlömdum laufskála,
stund í dragsúg í kirkju er slær niður reyk,
muna, og tengja við fortíð og framtíð.
Með tímanum einum verður tíminn sigraður.
42
TMM 1994:2