Tímarit Máls og menningar - 01.06.1994, Síða 49
raktir eru burtu af samviskusemi
allir þættir sérvisku svo örmjó taug
er eftir. Þetta hefur raunar viljað
brenna við í íslenskum bókmennt-
um líka, gerist sennilega með öllum
þjóðum og er trúlega mjög mann-
legt, en samt dálítið hvimleitt, þar
sem margir verða að ósekju útund-
an þegar einhver ákveðin hug-
myndakerfi virðast hernema
hugsun fjöldans á vissum tímum.
Þannig var ekki vænlegt til langlífis
að láta sér fátt um fmnast þar sem
módernisminn var.
Þó er John Cowper Powys ör-
ugglega nútímalegur til jafns við
aðra höfunda, hann fer einfaldlega
aðrar leiðir að því að tjá sig sem
einstaklingur í flóknum samtíma.
En ævistarf hans var ekki eingöngu
bundið við skáldverk, hann varðist
sérhæfni, var jafnvel kallaður „fúskari" fyrir vikið af púristum; skrifaði
jöfnum höndum skáldsögur, smásögur og ljóð og svo ritgerðir um heim-
speki, bókmenntir, sagnfræði og allt milli himins og jarðar á ákaflega
„ófræðilegan" hátt.
Skáldsögur hans eru allar sterklega markaðar persónulegri lífssýn hans,
sem er mjög sérkennileg, einhverskonar blanda af ókerfaðri kristni og heið-
inni dulmögnun, bjartsýni og bölsýni, hann er annarsheimslegur og raun-
sæislegur í senn; lögmál andstæðnanna birtist í ýmsum myndum. Sjálfur
sagðist hann skrifa skáldsögur meðfram til að koma enn frekar á framfæri
þeim hugmyndum sem heimspekirit hans birtu—þannig væru þetta „heim-
spekilegar“ sögur í vissum skilningi. Hann var geysilega víðlesinn í bók-
menntum, trúarbrögðum og goðafræði jarðarkringlunnar, og það svo að
vafasamt er að aðrir höfundar hafi leitað víðar fanga. En þekking hans hélst
alla tíð lífræn og laus við allan fræðaþyrrking, hún rann saman við einstakan
persónuleika og fékk útrás í skáldskapnum. Hann var ekki ffæðimaður sem
stundaði skáldskap, heldur skáld sem fékkst við ýmis fræði. Hann hafði
eftilvill einstæða hæfileika til að bregða áður óþekktri birtu yfir tengsl
andstæðra tilfinninga, og afleiðingar þess „samspils“ í mannlegu lífi. í þeirri
John Cowper Powys um 1920.
TMM 1994:2
47