Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.06.1994, Side 72

Tímarit Máls og menningar - 01.06.1994, Side 72
honum að hypja sig, vilji hann ekki hafa verra af. Við viljum trúa því að veruleikinn sé eins og hann blasir við okkur í sjónvarpinu eða dagblaðinu. Kannski erum við ekki mjög sátt við þennan veruleika, en svona er hann, segjum við, það þýðir ekki annað en viðurkenna það. Sannleikurinn er auðvitað sá að hugsanlega er veruleikinn allt öðruvísi. Ef til vill veitir sjónvarpið eða dagblaðið okkur skrumskælda mynd af veruleikanum. Vandinn er á hinn bóginn sá að við höfum engin ráð til að sannreyna þetta með öruggum hætti. Og jafnvel þótt við gætum í einstaka tilfelli komist að því hvort blaðið eða sjónvarpið hafi sagt satt og rétt frá eða ekki, hafi gefið rétta mynd af atburðinum eða ekki, þá dugar slíkt ekki til að sanna eða sýna neitt endanlegt um tengsl sjónvarps eða annars miðils við veruleikann. Aðgangur okkar að veruleikanum liggur í gegnum skilningarvit okkar og tungumálið með öllum þess táknum, líkingum og myndhvörfum. Skilningarvitin og tungan miðla veruleikanum til okkar og tengja okkur þar með heiminum. Dagblöð, sjónvarp, hljóðvarp og myndvarp eru eins konar framlengingar skilningarvitanna og tungunnar, og nú á dögum ræðst aðgan- gur okkar að veruleikanum að miklu leyti af þeim. Það er ekki til, hefur aldrei verið til og verður ekki til beinn og milliliðalaus aðgangur að Veruleikanum sjálfum. Veruleikinn berst okkur, snertir okkur, hlær við okkur á ótal vegu eftir boðskipta- og miðlanetum sem við kunnum takmörkuð eða jafnvel engin skil á. Verkefni okkar verður því að læra á þessa miðla, leika á þá (í báðum merkingum þess orðs) til að heimta og endurheimta veruleikann. Um þetta snýst viðtalið við Derrida. Um þetta snýst líka heimspeki hans. Hér er ekki ætlunin að gera henni nein skil, heldur rýna örlítið í fáein orð, sem Derrida beitir, og aðferðina sem áður er nefnd. Hugmyndin á bak við umrædda aðferð er sú að vestræn menning ein- kennist af viðleitni til að innlima veruleikann í rökvíst kerfi, sem geri okkur kleift að varpa honum upp fýrir hugskotssjónum okkar eða bókstaflega á sjónvarpsskjáinn. Staðreyndin er hins vegar sú að slík innlimun og endur- varp veruleikans er eintóm ímyndun: Veruleikinn rúmast hvorki inni í hugskoti okkar né í sjónvarpinu. Til að sýna fram á þetta er einfaldast að benda á mikilvægi þeirra þátta veruleikans sem virðast engu skipta við innlimun eða endurvarp veruleikans. Aukaatriðin, atriðin sem okkur finn- ast engu máli skipta, sýna hvernig hin rökvísa innlimun veruleikans mistekst, hversu endurvarpið er í reynd takmarkað, villandi, blekkjandi. Mikilvægasta aukaatriði vestrænnar menningar er letrið (eða skriftin) sem fleytir orðræðunni áffam og er fólgin í hinum ytri hverfulu, efnislegu táknum sem miðla hugmyndum og kenningum. Heimspekingar hafa margir hverjir ekki viljað af því vita. Sumir—eins og Sókrates—hafa kosið að skrifa ekki, heldur styðjast einungis við röddina. Röddin miðlar hugsunum að því 70 TMM 1994:2
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.