Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.06.1994, Qupperneq 79

Tímarit Máls og menningar - 01.06.1994, Qupperneq 79
sett er á svið í beinni útsendingu. Dagblað kýs æv- inlega að birta viðtal við höfund og myndir af honum, fremur en að birta grein sem krefst þess að vera lesin vandlega og metin samkvæmt þeim upplýsingum sem þar koma fram. Hvernig er hægt að nýta sér nýjustu tækni tilbúinnar útsendingar en gagnrýna um leið falsið og blekkinguna sem í henni er fólgin? Það er umfram allt nauðsynlegt að hamra á því og sýnafram á að „bein útsending“ og „raun- verulegur tími“ eru aldrei hrein: þess konar útsend- ingar sýna okkur hlutina aldrei beint og milliliðalaust, þær gefa okkur aldrei kost á skynjun sem væri laus úr viðjum túlkunar og tæknilegrar meðhöndlunar. Þetta er nokkuð sem ekki er hægt að sýna fram á nema með hjálp heimspekinnar. Loks má bæta því við að enda þótt nauðsynlegt sé að sjá í gegnum tíðindasmíðinave rður að varast að þessi gagnrýni hugsunarháttur snúist upp í andhverfu sína. Slík gagnrýni má ekki láta undan þeirri freistingu að fara að lepja upp það sem fyrir er og blekkja blekkinguna, hafna því að eitthvað gerist. Ef svo færi myndu menn segja: „Þetta er allt eitt og sama ofbeldið, sama þjáningin, bæði dauðinn og stríðið, þetta er allt tilbúið, uppdiktað, sniðið að þörfum fjölmiðlanna. Það gerist ekki neitt, þetta er allt saman einn blekkingarvefur." Ef menn ganga eins langt og hægt er í því að afbyggja tíðindasmíðina verða þeir einnig að varast að ánetjast nýhugmyndafræði gagnrýninnar og muna að afbygging sem er sjálfri sér samkvæm er ekki einungis hugsun sem snýst um það sem er einstakt, og þar með um viðburð- inn og það sem gerir hann algerlega einstakan, heldur einnig að „frétt- aflutningur“ er ærið sundurleitt og mótsagnakennt fýrirbæri. Hann getur tekið breytingum og á að gera það, honum er bæði kleift og skylt að efla þekkingu, leita sannleikans og vinna í þágu lýðræðis framtíðarinnar með öllu sem því fylgir, rétt eins og hann hefur off gert. Það er sama hversu gervilegur og yfirgangssamur fréttaflutningurinn kann að vera, maður vonar vissulega að hann beygi sig fyrir því sem á sér stað, fyrir því sem ber hann uppi. Og hann vitnar um, jafnvel þótt það sé þvert gegn vilja þeirra sem stýra honum. — Þú stakkst áðan upp á öðru orði, þar sem ekki var verið að tala um tæknina og tilbúninginn, heldur um möguleika, þá kosti semfyrir hendi eru. J.D.: Já, ef okkur gæfist tími til þess myndi ég fara nánar út í enn eitt einkenni „tíðindanna“, þess sem er að gerast núna, þess sem nú er verið að gera við fréttirnar. Ég myndi leggja sérstaka áherslu á hvað tæknin er gervileg (tilbúin mynd, tilbúið rúm og þar af leiðandi tilbúinn atburður) og heimspeking- urinn getur sennilega ekki lengur stillt henni upp sem andstæðu þess raun- TMM 1994:2 77
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.