Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.06.1994, Side 80

Tímarit Máls og menningar - 01.06.1994, Side 80
veruleika sem við lifum og hrærumst í. Það er ekki lengur hægt að stilla þessu upp eins og forðum þegar talað var um andstæðurnar orku og framkvæmd, dynamis og energeia, möguleikann sem felst í efninu og því sem mótar það, telos, og þar af leiðandi hugmyndina um framfarir, o.s.frv. Hann hefur áhrif á þann atburð sem á sér stað, á tímann og rúmið, málflutninginn, „upplýs- ingarnar“, í stuttu máli sagt allt sem viðkemur fréttunum svokölluðu, hinum óhagganlega raunveruleika þess sem talið er vera nútíð. Heimspekingur sem „hugsar samtíð sína“ verður nú á tímum meðal annars að fylgjast vandlega með umsvifum og afleiðingum þessa mögulega tíma. Hann verður að fylgjast með tækninýjungum, en einnig að hafa það hugfast að það sem okkur virðist nýtt nrinnir yfirleitt á það sem fyrir var ef vel er að gáð. — Mcettum við biðja þig að víkja að einhverju áþreifanlegra sem er efst á baugi núna? J.D.: Ykkur finnst ef til vill að ég hafí nú um stund reynt að víkja mér undan að svara spurningunni sem þið lögðuð fyrir mig. Ég svara henni ekki beint. Sumir hugsa ef til vill sem svo: hann er að sóa tímanum, sínum eigin og okkar, til einskis. Eða: hann er að reyna að vinna tíma, fer undan í flæmingi. Það er nokkuð til í því. Það sem fólk þolir verst, hvort sem er í sjónvarpi, útvarpi eða í dagblöðunum, er að menningarvitar taki sér tíma eða sói tíma annarra. Þetta er ef til vill eitt af því sem þyrfti að breyta í fréttum: breyta hrynjandinni. Sagt er að atvinnumennirnir í fjölmiðlunum sói engum tíma. Hvorki eigin tíma né annarra. Þeir eru einatt nokkuð vissir um að sér takist það. Þeir vita hvað tíminn kostar, þótt þeir viti ekki endilega hvers virði hann er. Hvers vegna hafa menn ekki velt þessu nýja atriði í fjölmiðlunum fyrir sér, í stað þess að kvarta undan þögn menntamanna? Og hvers vegna hafa menn ekki velt fýrir sér áhrifunum af þessari hrynjandi? Hún getur orðið til þess að þagga niður í hluta menntamanna (þeim sem þurfa tíma til nauð- synlegrar greiningar og neita að einfalda hlutina til að laga sig að tilteknum ramma sem þeim er settur), hún getur þaggað niður í þeim eða drekkt röddu þeirra í hávaðanum frá öðrum — í það minnsta þar sem ákveðin hrynjandi og tungutak er áskilið. Þess háttar tími, tími tjölmiðlanna, veldur þáttaskil- um. Upplýsingar berast á annan hátt en áður milli fólks, annars staðar, boðskiptabrautirnar breytast, menn taka að haga máli sínu á annan hátt opinberlega. Eitthvað sem ekki er hægt að sjá, heyra, lesa, getur verið virkt og áhrifamikið þegar það er komið upp á risastóran skjá á sýningu. Þessi breyting á því hvernig menn koma fram opinberlega hefur í för með sér að menn verða að setjast niður og vinna. Og það er verið að vinna að þessu, enda þótt sú vinna sé misjafnlega vel séð meðal þeirra sem málið snertir helst. Þögn þeirra sem lesa, hlýða á eða horfa á fréttamiðlana, auk þeirra sem vinna við að greina þá, er ekki eins mikil og ætla mætti þegar litið er til þess að miðar þessir virðast lokaðir fyrir öllu því sem ekki lýtur lögmáli þeirra; þeir 78 TMM 1994:2
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.