Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.06.1994, Side 92

Tímarit Máls og menningar - 01.06.1994, Side 92
nánast eins og um raunverulegan, líffræðilegan líkama væri að ræða (nánast líffræðilegan, því hugarórar þjóðernissinna, rétt eins og málfiutningur póli- tíkusanna, spretta oft af þess konar lífrænum samlíkingum). Mig langar að skjóta því inn hér til dæmis að nýlega hélt Le Pen ræðu (sjá Le Monde 24.8.1993) sem var eins og venjulega stórmerkileg fyrir það að málflutning- urinn var í senn skarplegur og staurblindur. Le Pen vill að hinni hefðbundnu hugmynd um landamærin sem varnarlínu verði varpað fyrir róða og í stað hennar verði tekin upp hugmynd (sem er í senn gamaldags og hentug) um „lifandi himnu sem hleypir því inn sem er æskilegt en hinu ekki“. Lifandi vera gæti ef til vill orðið ódauðleg ef hún gæti síað allt af slíkri nákvæmni, en þá þyrfti hún fyrst að deyja eða láta deyða sig af ótta við utanaðkomandi áhrif, áhrif frá öðru. Þetta er ástæðan fyrir því að kynþáttahatarar, líffræð- ingar, líffærafræðingar, þjóðffæðingar og stundum heimspekingar lífsins gefa sig svo oft á vald e.k. dauðaleik. Áður en ég vík að öðru langar mig að árétta eftirfarandi, sem kann að fara fyrir brjóstið á ansi mörgum: sá sem ætlar sér að hafa eftirlit með innflytjendum, og þá gildir einu hvort hann er hægri- eða vinstrisinnaður, útilokar ólöglegan innflutn- ing fólks og ætlar að láta hinn hlutann lúta lagaboði, gengst í raun og veru og hvort sem honum líkar það betur eða verr inn á þær líffræðilegu forsendur sem Le Pen gefur sér, en þær eru hvorki meira né minna en forsendur þjóðarfylkingar (front þýðir í senn fylking og enni, og ennið nýtur einmitt verndar af hör- undinu, „líffæri“ sem velur og hafnar: það hleypir einungis í gegn því sem getur aðlagast líkamanum, sem er eins og efnin í líkamanum, eða í mesta lagi ýmsum efnum sem eru „holl“ fyrir líkamann: innflytjanda sem lagar sig auðveldlega að aðstæðum, sem er hreinn innflytjandi). Menn verða að horfast í augu við þessa flóknu staðreynd: þetta er nokkuð sem er og verður hluti af stjórnmálum svo lengi sem þau snúast fýrst og fremst um þjóðríkið. Og þegar menn verða að viðurkenna, rétt eins og allir aðrir, að þeir geti ekki annað en reynt að vernda það sem þeim finnst vera eigin heild, þegar þeir vilja setja lög um innflytjendur og rétt manna til að öðlast pólitískt hæli (eins og tilfellið er með bæði hægri- og vinstrimenn), þá eiga þeir í það minnsta ekki að fara að þenja sig að óþörfu og kenna pólitíska mannasiði með því að vísa í meginreglurnar miklu sem liggja til grundvallar lýðræðinu. Á sama hátt og Le Pen kemur alltaf til með að eiga erfitt með að réttlæta, eða stilla það af, hvernig „himnan“ síar, þá verður sífellt erfiðara að koma í veg fyrir að þessi hugtök og röksemdafærslur smiti hver aðra, enda þótt þær gefi sig út fyrir að vera andstæður: nú á tímum er til nýverndarstefna til hægri og vinstri, bæði hvað varðar efnahagsmál og búsetu fólks, til eru menn á 90 TMM 1994:2 i
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.