Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.06.1994, Side 95

Tímarit Máls og menningar - 01.06.1994, Side 95
messíanska sem almennri vídd mannlegrar reynslu og á öllum hugsanlegum messíanismum) sem tengir saman órjúfandi böndum fyrirheit þess sem kemur, ófyrirsjáanleika framtíðarinnar og réttlætið. Ég get ekki rakið þá röksemdafærslu hér og viðurkenni að orðið réttlæti kann að orka tvímælis. Ég er ekki að tala um réttarfarið, ég er að tala um annað og meira en grunn mannréttindanna, ekki um réttláta skiptingu gæða né heldur virðingu fyrir annarri manneskju í hefðbundinni merkingu þess hugtaks. Ég er hér að tala um reynslu okkar af öðrum sem öðrum, þá staðreynd að ég leyfi honum að vera hann sjálfur, en það þýðir að gefa af sér án þess að krefjast neins í staðinn, án þess að fara fram á neitt eða kveða upp dóm. Hér liggur leið mín um hugsun sem nokkurra forvera minna, enda þótt ég fari ffjálslega með hana hér sem annars staðar: hugsun Levinas þegar hann skilgreinir einfaldlega samband okkar við aðra sem réttlæti („samband okkar við annað fólk, það er að segja réttlæti“) og þá þverstæðukenndu hugsun sem fyrst örlaði á hjá Plótinosi og Heidegger tók síðar upp, og Lacan enn síðar: að gefa ekki einungis það sem maður á heldur það sem maður á ekki. Þetta er nokkuð sem nær út fyrir núið, eignarréttinn, endurgjald, og eflaust einnig réttarfarið, siðferðið og stjórnmálin enda þótt þessi síðastnefndu svið ættu að sækja þangað innblástur og von. — Er heimspekin ekki um leið að glíma við hugmyndina um að eitthvað, og hugsanlega hið versta, gæti snúið aftur? J.D.: Jú, hún „glímir“ einmitt við það, berst gegn því að hið versta snúi aftur og það á fleiri en einn hátt. Fyrst vil ég segja að allt það sem boðaði heimspeki Upplýsingarinnar eða kom í kjölfar hennar (ekki einungis skynsemisstefnan, sem hangir ekki endilega saman við upplýsingastefnuna, heldur fram- farasinnuð, teleólógísk, mannleg, gagnrýnin skynsemisstefna) hefur barist gegn því að „hið allra versta“ snúi aftur, nokkuð sem uppfræðsla og þekking á fortíðinni ættu að geta afstýrt. Enda þótt baráttuaðferðir Upplýsingarinnar hafi oft á tíðum tekið á sig mynd særingar eða afneitunar getur maður ekki annað en stutt og tekið undir þessa heimspeki frelsunar. Ég hef trú á því að hún eigi fr amtíðina fýrir sér og hef aldrei verið sammála yfirlýsingum manna um að allt tal um uppreisnir og byltingar sé liðin tíð. En með þessu er maður um leið að benda á að hið gagnstæða sé hugsanlegt: að vænta megi alls hins versta, að hvatir dauða og kynþáttahaturs fái aftur að leika lausum hala, saga framþróunar stöðvist, sagan verði sögulaus, o.s. frv. Og það er ekki hægt að einskorða Upplýsinguna við 18. öldina. Síðan er til önnur leið, enn róttækari, sem heimspekin getur beitt til þess að „glíma við“ eða berjast gegn því að hið versta snúi aftur: hún felst í því að vilja ekki vita af (hafna, særa út, afneita, allt eru þetta aðferðir sem þarfnast greiningar) öllu því sem viðkemur því að bölið endurtekur sig: lögmál vofunnar sem ekki lýtur neinum verufræðileg- um lögmálum (draugurinn eða afturgangan er hvorki nálægur né fjarver- TMM 1994:2 93
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.