Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.06.1994, Side 96

Tímarit Máls og menningar - 01.06.1994, Side 96
andi, hann hvorki er né er ekki, það er heldur ekki hægt að höndla hann með þrætubókarlist), né heldur heimspeki sjálfsverunnar, hlutverunnar eða vitundarinnar (þess sem er til staðar) sem einnig er ætlað, rétt eins og verufræðinni eða heimspekinni, að „kveða niður“ drauginn. Og því einnig að skella skollaeyrum við ákveðnum kenningum sálgreiningarinnar um vofuna og endurtekningu hins versta sem er ógnun við hvers konar sögulegar framfarir. (Við þetta má bæta að annars vegar er þetta einvörðungu ógnun við ákveðna hugmynd um framfarir og að framfarir almennt eigi sér því aðeins stað að þessi ógn vofi yfír þeim; hins vegar má nefna að í sálgreining- unni, ekki síst hjá Freud, gætir vanþekkingar á eðli og formgerð hins vofu- lega, þetta er djúpstæð vanþekking, hárfín, sveiflukennd, og hennar gætir jafnt í raunvísindum sem í heimspeki.) Já, vofan getur snúið affur á sama hátt og hið versta, en án slíkrar afturgöngu, ef maður neitar að horfast í augu við hana, neitar maður sér um minni, arfleifð, réttlæti, um allt sem hefur gildi handan lífs og dauða, og er mælikvarði á það hvort menn hafa lifað lífinu með reisn eða ekki. Þetta er nokkuð sem ég hef reynt að gefa til kynna annars staðar en finnst erfitt að draga saman í grófum dráttum hér. En ég vænti þess að þegar þið talið um „að hið versta snúi aft ur“ séuð þið að hugsa um það sem er næst okkur í tíma, það sem átti sér stað í Evrópu fyrir stríð. — Já. J.D.: Og ekki eingöngu í Evrópu, höfum það hugfast. Að þessu leyti á hvert og eitt land sér sína eigin sögu og eigið minni. Svona í fljótu bragði sýnist mér að það sem átti sér stað í Frakklandi fyrir síðari heimsstyrjöld, meðan á henni stóð, og jafnvel enn frekar í Alsírstríðinu, hafi yfirskyggt allt annað og valdið því að það hefur fallið í gleymsku. Þessi vaxandi þögn er sérdeilis þétt, öflug og hættuleg. Þetta samsæri þagnarinnar lætur smátt og smátt undan síga, með hléum og á mótsagnakenndan hátt, fyrir hreyfingu sem beinist að því að létta á minninu (einkum hinu opinbera minni, ef svo má segja, opinberri réttlætingu þess, sem er aldrei í takt við sagnfræðilega þekkingu eða minni einstaklingsins, ef það er hægt að tala um eitt óflekkað minni). Ástæður og afleiðingar þessa innsiglisrofs eru mótsagnakenndar, einmitt vegna þessarar vofu. Á sama tíma og hins versta er minnst (til að heiðra minninguna, sannleikann, fórnarlömbin, o.s.frv.) má hvenær sem er búast við endurkomu hins versta. Ein vofan vekur upp aðra. Og þegar menn sjá að ein er að rísa upp frá dauðum þá gerist það oft að önnur fylgir á eftir. Höfum hugfast hvað mönnum finnst nú áríðandi að minnast þess opinber- lega sem átti sér stað á Vel’d’Hiv’ [þegar lögreglan í París smalaði Gyðingum saman í hjólreiðahöllinni Vel’ d’Hiv. og afhenti þá nasistum sem fluttu þá í útrýmingarbúðir. Aths. þýð.] eða að lýsa vissri ábyrgð á hendur franska ríkinu fyrir allt hið „versta“ sem átti sér stað meðan Frakkland var hernumið af Þjóðverjum, einmitt þegar (og vegna þess að) margt bendir til þess að 94 TMM 1994:2
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.