Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.06.1994, Side 114

Tímarit Máls og menningar - 01.06.1994, Side 114
opnum tjöldum. Slægð og lygar verða vopnin í höndum hans og stórhættuleg enda kemur fram að ekki skortir Úlfar vit. Hugsanlega má líta svo á á einum stað í bókinni að Úlfar hafi innst inni séð líf sitt i molum og því óskað sér endurfæð- ingar í mynd sonar gamals bókmennta- fræðings sem tæki hann að sér og veitti honum hlutdeild í visku sinni. E.t.v. er þó nærtækara að líta á þessar hugrenn- ingar Úlfars sem hugmynd um nýja skák og flókna. Sá sem Úlfar sigrar síðast er Einar bróðir hans sem lék illa af sér og gaf því frábært færi á sér. Samband þeirra bræðra er flókið. Úlfar dáir hann að sínu leyti en öfundin blundar og vaknar loks með hrikalegum afleiðingum. Stundum minnir Úlfar okkur óneit- anlega á Galdra-Loft: „Næstum daglega haltraði ég niður á bókasafn og skipti um bækur og ég las allt. Að hluta til var það vegna þess að mér var ljóst að ég yrði að vera bestur á öllum sviðum, yrði að gleypa í mig alla þá þekkingu sem hinir misstu af meðan þeir voru að vinna fyrir peningum ..(bls. 39). Bóklesturinn er því einungis leik- flétta, leið til sigurs yfir hinum. Og áffam um bóklestur: „Ég las mikið. Fór á gamla Amtsbókasafnið og bar heim stafla af bókum. Ég varð var við að smám saman fór ég að fá meira út úr bókum en ég hafði áður gert. Kannski var ég einfaldlega að verða fullorðinn, þroskast, — hvað sem því líður þá tók ég líka æ betur eftir því sem var að sjá í kringum mig. Fylgdist með atferli og háttum kennara og samnem- enda og horfði gagnrýnum augum á fjöl- skylduna sem ég bjó hjá en ég kem nánar að því síðar.“ (bls. 47) Á líkan hátt notaði Galdra-Loffur bækur — og fór flatt. Að hinu leytinu er ljóst að í Úlfari blundar óttaslegið barn, fullt vanmeta- kenndar. Þetta barn er barið niður með harðýðgi. Sögumaður okkar er ekki ein- ungis í valdatafli við umhverfið heldur sig sjálfan — sem hann sigrar — og tapar um leið. Hann fer því á mis við ást, vináttu og alla hlýju og komist hann í tæri við slíkt ýtir hann því burt og eyði- leggur. Allir verða honum hættuleg ógn. Slíkur maður hlýtur að verða einfari, eins konar útilegumaður sem gleðst við að skilja alla áfanga að baki, þorpið, Ak- ureyri, Reykjavík og loks fósturlandið. En hver er þessi Úlfar og hvar er hann að finna? Úlfar er þau illu öfl sem við óttumst. Ekki aðeins í umhverfi okkar heldur og í okkur sjálfum. Úlfar hefur hlotið djúp sár sem ekki eru grædd og því fer sem fer. Hið góða í manninum verður undir og hið illa sigrar. Skák Skáklistin gegnir veigamiklu hlutverki í Patt. Hún er megintákn sem svífur yfir allri sögunni og jafnframt lykillinn að skilningi á Úlfari og sögu hans. Sú lífssýn Úlfars, að lífið sé eins konar skák og lífsbaráttan barátta um stöður, gerir hann að skógarmanni sem veit að hann er réttdræpur og allir sitja um hann. Hann getur einungis komist af með því að verða fyrri til. Alla atburði skoðar hann með augum skákmannsins um leið og hann undir- býr atburði morgundagsins með djöfúl- legum fléttum. Á taflborðinu má vitaskuld neyta allra bragða en fari svo að menn sjái allt lífið sem taflborð og allt fólk spýtukarla á því borði er voðinn vís — og sá voði er Úlfari vís. Allan þroskaferil sinn situr Úlfar að tafli við umheiminn. Þetta manntafl er leið hans til að vinna bug á smæð sinni en verður um leið bein braut til ósigurs í öllu því sem máli skiptir. Allir mennirnir á taflborðinu geta 112 TMM 1994:2
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.