Morgunblaðið - 19.02.2015, Qupperneq 26

Morgunblaðið - 19.02.2015, Qupperneq 26
26 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 19. FEBRÚAR 2015 Magnús Viðar Arnarsson, formað- ur Björgunarsveitarinnar Súlna á Akureyri, tók á dögunum við 330.000 króna styrk sem safnaðist á nýliðnu ári með Súlu-dælulykli Atl- antsolíu. Þeir sem eru með þannig lykil láta tvær krónur af hverjum keyptum eldsneytislítra renna til björgunarsveitarinnar en þetta er í fyrsta sinn sem styrkurinn er veitt- ur. Hugi Hreiðarsson, markaðsstjóri Atlantsolíu, afhenti Magnúsi styrk- inn sem sagði við þetta tækifæri að veturinn hefði verið mjög annasam- ur og upphæðin því sérlega kær- komin. Súlur fengu styrk Styrkur afhentur Frá vinstri: Magnús Viðar Arnarsson og Hugi Hreiðarsson. Baldur Arnarson baldura@mbl.is Nokkrir aðilar hafa sýnt því áhuga að hefja hótelrekstur í þremur sam- byggðum húsum á Laugavegi 95-99. Að sögn sýslumannsins í Reykja- vík er félagið Rit og bækur ehf. skráður eigandi fasteignanna. Bjarni Þór Óskarsson, forsvars- maður félagsins, segir nokkra aðila hafa sýnt áhuga á að opna hótel í þessum húsum, sem eru á horni Laugavegar og Snorrabrautar. Tilefnið er fyrirspurn Sigurvins Bjarnasonar til skipulagsfulltrúans í Reykjavík um leyfi til að innrétta hótel í húsnæðinu. Hefur skipulags- fulltrúi tekið jákvætt í fyrirspurnina „að uppfylltum skilyrðum enda verði sótt um byggingarleyfi“. Ekki tókst að ná tali af Sigurvin. Samkvæmt fyrirtækjaskrá Creditinfo er Sig- urvin varamaður í stjórn félagsins AL1 ehf., sem er í hugbúnaðargerð. Bjarni Þór seg- ir þessar fyrir- spurnir með öllu ótengdar félaginu Rit og bækur. „Þær hugmyndir sem komu á borð borgarinnar eru ekki á okkar vegum. Hins vegar hafa fjölmargir sýnt áhuga á þessari fasteign, þar á meðal aðilar sem hafa áhuga á einhvers konar hótelrekstri hér á horni Laugavegar og Snorrabrautar. Menn hafa haft samband og fengið að skoða húsnæðið en eignin er ekki í sölumeðferð,“ segir Bjarni Þór. Hjá skipulagsyfirvöldum í Reykjavík fengust þær upplýsingar að umrædd leyfisbeiðni Sigurvins væri stutt og án framkvæmdalýsing- ar. Húsin númer 95 og 97 eru lág- reistari en hornhúsið númer 99. Þá fékkst upplýst að flatarmál húsanna er um 3.500 fermetrar en kvaðir eru um notkun á jarðhæð húsa í götunni. Fasteignasalar falbjóða eignir Snorri Sigurðarson, eigandi Rey apartments í Reykjavík, segir fast- eignasala og aðra aðila reglulega hafa samband og spyrja hvort félag- ið hafi áhuga á tilteknum fasteignum undir hótelrekstur. Spurður hvort margir í þessum geira telji að auka þurfi framboð á gistirými vegna eftirspurnar segist Snorri telja að sá áhugi styðjist ekki við ítarlegar greiningar. „Ég held að það liggi engin grein- ing að baki hjá þessum aðilum um- fram þær sem komið hafa frá bönk- unum um að það sé þörf á auknu gistirými. Málið er frekar að nú er hálfgert gullgrafaraæði í þessari grein. Það gengur ágætlega í henni í dag og þá hugsa margir hvort tæki- færi sé til að breyta öllu húsnæði sem losnar í hótel eða gistiheimili.“ Jón Guðmundsson, löggiltur fast- eignasali hjá Fasteignamarkaðinum á Óðinsgötu, merkir mikinn áhuga. „Við verðum varir við það í hvert sinn sem við auglýsum eignir hér miðsvæðis að margir hafa áhuga á útleigu vegna gistiþjónustu. Þetta er orðið í öðru hverju húsi hér í mið- bænum. Íbúi við Grettisgötu sem ég hitti á förnum vegi sagði mér að það væri ekki svefnfriður fyrir rúllandi ferðatöskum í götunni,“ segir Jón. Margir vilja í hótelgeirann  Áhugi á að breyta Laugavegi 95-99 í hótel  Margir bjóða húsnæði undir hótel Morgunblaðið/Júlíus Hornhús Hús sem tilheyra Laugavegi 95, 97 og 99 eru á einni lóð. Húsið á horninu, númer 99, hefur verið gert upp. Þetta horn er áberandi í miðborginni. Bjarni Þór Óskarsson Framtíðin er nýr námslánasjóður sem hóf göngu sína í gær og veitir háskólanemum bæði framfærslu- og skólagjaldalán. Allir námsmenn sem ætla í háskólanám á Íslandi eða er- lendis geta sótt um námslán hjá Framtíðinni en starfsnám, end- urmenntun og nám með vinnu er einnig lánshæft. „Eftir samræður við námsmenn og nánari greiningu á markaðnum töldum við að það væri pláss á markaðnum fyrir ann- ars konar námslánasjóð en LÍN. Sjóður getur verið góð leið til fjár- mögnunar fyrir fólk sem á annars í erfiðleikum með að komast í nám, til dæmis þegar tekjuviðmið LÍN eða hámörk á skólagjaldalánum skerða möguleika þeirra,“ segir Hlíf Sturlu- dóttir, stjórnarformaður Framtíð- arinnar, um það hvernig hugmyndin kviknaði að nýjum lánasjóði. Varð- andi samanburð lána Framtíð- arinnar við lán frá Lánasjóði ís- lenskra námsmanna (LÍN) segir hún að til dæmis sé útgreiðslum háttað öðruvísi, en Framtíðin greiðir framfærslulán ekki eftir á né tengir þau beint við fjölda lokinna eininga. „Vextir á okkar lánum eru hærri en hjá LÍN enda eru þeir niðurgreiddir af ríkinu, en ef litið er til annars kon- ar lánsviðskipta þar sem vextir ráð- ast á markaði finnst mér þeir vera mjög sanngjarnir, sérstaklega í ljósi þess að ekki er krafist ábyrgðar- manna né veða,“ segir Hlíf. Fram- tíðin býður upp á verðtryggt lán með föstum vöxtum og óverðtyggt lán með breytilegum vöxtum. Endur- greiðslur lána til Framtíðarinnar eru ekki tekjutengdar heldur eru hefðbundnar mánaðarlegar afborg- anir með jöfnum greiðslum (annui- tet) til 12 ára. Lægsta upphæð sem námsmaður getur sótt um að láni er 500 þúsund krónur og sú hæsta 13 milljónir króna. Segir Hlíf að þak sé sett á mánaðarlega framfærslu námsmanns sem unnt sé að sækja um en annars sé það nokkuð sveigj- anlegt. „Við lítum til aðstæðna sérhvers námsmanns með tilliti til mögu- legrar lánsupphæðar,“ bætir hún við. Framtíðin er fjármögnuð í gegn- um skuldabréfasjóði sem eru í stýr- ingu hjá fjármálafyrirtækinu GAMMA. Síðar er stefnt að fjár- mögnun með útgáfu skuldabréfa sem skráð verða í kauphöll. „Við vit- um að fjárfesting í menntun er til hagsbóta fyrir samfélagið allt,“ segir Hlíf að lokum. laufey@mbl.is Nýr námslánasjóður fyrir alla námsmenn Hlíf Sturludóttir Hæstiréttur hef- ur staðfest far- bann yfir karl- manni sem var í Héraðsdómi Reykjavíkur dæmdur í níu mánaða fangelsi, þar af sex mán- uði skilorðs- bundið, fyrir kynferðisbrot. Manninum er gefið að sök að hafa sært blygðunarsemi konu og áreitt hana kynferðislega með því að fróa sér yfir andlit hennar. Maðurinn áfrýjaði dómi héraðsdóms og hefur ekki hafið afplánun. Hann skal hins vegar sæta farbanni til 10. apríl. Hann hefur sætt farbanni í um 10 mánuði, eða frá 30. apríl 2014. Brotin voru framin í apríl og ákærði ríkissaksóknari manninn í ágúst. Hann var svo sakfelldur í héraðsdómi í desember. Maðurinn hefur einungis búið hér í tæpt ár og er það mat ríkis- saksóknara að hann muni reyna að komast úr landi. Hæstiréttur staðfesti farbann Farbann Maðurinn skal vera kyrr.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.