Morgunblaðið - 19.02.2015, Síða 42

Morgunblaðið - 19.02.2015, Síða 42
Innlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 19. FEBRÚAR 2015 Sigurður Bogi Sævarsson sbs@mbl.is Viðgerðir á gamla bænum í Múla- koti í Fljótshlíð eru komnar á góð- an rekspöl. Þegar er búið að end- urnýja timbur í austurgafli og suðurhlið og næsta stóra verkefni er lag- færing á grjót- hleðslum í kjall- ara elsta hluta hússins, sem byggt var á ár- unum 1898 til 1946. Þjóðhagar í héraði vinna að þessum endur- bótum undir for- ystu Hjálmars Ólafssonar, húsa- smiðs á Hvolsvelli. Stofnfundur Vinafélags gamla bæjarins í Múlakoti verður hald- inn í félagsheimilinu Goðalandi í Fljótshlíð næstkomandi laugardag kl. 14. Tilgangur félagsins er að styðja við endurgerð gamla bæjar- ins á vegum sjálfseignarstofnunar sem stofnuð var síðasta haust. Varðveita menningarlandslag „Hlutverkið er að tryggja eftir mætti varðveislu menningar og minjalandslags hér á bæ,“ segir Sigríður Hjartar í Múlakoti. Þau Sigríður og Stefán Guðbergsson, eiginmaður hennar, eiga aðild að sjálfseignarstofnunni svo og Rang- árþing eystra og Byggðasafnið í Skógum undir Eyjafjöllum. Múlakotsbærinn var stórhýsi á mælikvarða síns tíma og er raunar enn. Húsið stendur á rústum torf- bæjar fyrri alda og í því eru alls 27 herbergi. Þarna var rekið eitt fyrsta sveitahótelið á Íslandi og margt minnir enn á þá velmektar- tíma. Innandyra er margt eins og var fyrr á tíð meðal annars á þeim tíma þegar leið ferðamanna lá svo oft í Múlakot. Búið var í gamla húsinu fram til ársins 1997 og stundaður búskap- ur, en á staðnum eru heillegar rústir ýmissa útihúsa. Þau stendur til að endurgera. Einnig bæta gamla skrúðgarðinn, sem Guð- björg Þorleifsdóttir sáði til árið 1897 og varð þannig frumkvöðull í íslenskri garðrækt. Vekur athygli víða Á síðastliðnu ári fékkst 10 millj- óna króna styrkur frá forsætis- ráðuneytinu til endurbyggingar í Múlakoti. Þeir fjármunir eru nú því sem næst uppurnir og verður því leitað víðar svo framkvæmdir stöðvist ekki. „Það sem við erum að gera hér í Múlakoti hefur vakið athygli víða. Vinafélagið sem nú stendur til að stofna verður mikilvægt bakland sjálfseignarstofnunarinnar, sem sjá mun um rekstur gamla bæjar- ins sem við sjáum fyrir okkur verða menningarsetur, byggt á langri sögu og merkum minjum,“ segir Sigríður Hjartar og bætir við að nú þegar hafi um 60 manns skráð sig til leiks sem vinir og bakhjarlar Múlakotsbæjarins og miðað við þann áhuga sem málinu sé sýndur megi tvímælalaust ætla að þeim fjölgi nokkuð enn á næstu vikum og mánuðum. Smíði Búið er að endursmíða austur- og suðurhlið gamla hússins og meðan á því stóð var plastskýli reist yfir verkstaðinn til þæginda í vetrarveðrum.  Félag stofnað um endurreisn í Fljótshlíð  Endurbætur á aldargömlu húsi halda áfram  Menning og minjalandslag Undirstaða Nú er verið að lagfæra hleðslur í kjallara elsta hluta hússins í Múlakoti, sem byggt var 1898 til 1946. Sigríður Hjartar Hollvinirnir verði baklandið í Múlakoti „Það er mikil vinna framundan og viði Múlakotsbæjarins þarf að stórum hluta að endurnýja. Margt af þessu er farið að láta á sjá verulega,“ segir Hjálmar Ólafsson smiður sem hefur ver- ið að störfum í Múlakoti síðustu mánuði. Hjálmar býr á Hvols- velli, en hefur í tímans rás mikið verið í smíðavinnu, til dæmis í sveitunum fyrir bændur í Rang- árvallasýslu. Vinnan við endurbætur í Múlakoti hófst á haustmán- uðum í fyrra. Byrjað var í austurenda bæjarsins, það er elsta hlutanum sem reistur var í kringum aldamótin 1900. Þar eru í veggjum þykkir viðir í stærðunum 4 x 4 og 5 x 5, að sögn Hjálmars. Þykkir viðir í veggjunum MIKIL VINNA Í GÖMLUM BÆ Hjálmar Ólafsson ÓMÓTSTÆÐILEGAR PERLUR UPPFULLAR AF TÖFRUM Q10. KRAFTMESTA BLANDAN AF Q10 GEGN ÓTÍMABÆRRI ÖLDRUN HÚÐARINNAR
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.