Dagblaðið Vísir - DV - 09.03.2012, Side 70

Dagblaðið Vísir - DV - 09.03.2012, Side 70
Enginn vildi andlitið n Siggi Hlö mætti með afmælisköku í vinnuna É g held að þetta sé prent­ villa. Ég trúi þessu varla enda er alltaf sagt við mig heima að ég láti eins og krakki,“ segir útvarpsmað­ urinn og hönnunarstjórinn Sigurður Hlöðversson, bet­ ur þekktur sem Siggi Hlö, en Siggi fagnaði 44 ára afmæli sínu á fimmtudaginn. Siggi er eigandi og starfs­ maður auglýsingastofunnar Pipars og kom að sjálfsögðu með afmælisköku í vinnuna í tilefni dagsins. Kakan var stór og skartaði stærðarinn­ ar mynd af afmælisbarninu sjálfu. „Þetta er bara ég í hnotskurn,“ segir Siggi hlæj­ andi og bætir við að hann hafi sjálfur keypt kökuna. „Vinnufélagar mínir borð­ uðu alla kökuna nema and­ litið. Ég hafði lofað þeim sem borðaði það kossi en andlitið var það eina sem varð eftir. Ég veit ekki alveg hvernig ég á að taka því,“ segir Siggi. Eins og alþjóð veit stjórnar Siggi þættinum Manstu hver ég var sem er á dagskrá á Bylgjunni á laugar­ dögum. Sjálfur segist hann ekki nærri því kominn með leið á þættinum. „Gleðin vex nú frekar en hitt,“ segir hann og bætir við að samkvæmt nýjustu könnun sé hann ennþá með rosahlustun. „Könnun í janúar sýndi að ég er með meiri hlustun en fréttir í hópnum tólf til 80 ára. Þetta er vinsælasti þátt­ urinn á Íslandi. Ég kvarta ekki,“ segir hann en bætir að­ spurður við að það sé engin hætta á að velgengnin stígi honum til höfuðs. „Ég tek mig ekki það alvarlega. Líf­ ið er svo skemmtilegt. Það verður sko ekki ritað á minn legstein; Dó úr leiðindum.“ Aðspurður segist hann ánægður með að nálgast fimmtugt. „Það er bara æðis­ legt. Ég hef sjaldan haft jafn gaman af lífinu,“ segir Siggi Hlö sem myndi aðspurð­ ur velja lagið Angels með Robbie Williams sem sitt af­ mælisóskalag. „Mér finnst þetta gott lag. Robbie er töff­ ari.“ indiana@dv.is 70 Fólk 9.–11. mars 2012 Helgarblað Illugi eyðilagði Facebook Sjálfstæðismaðurinn Illugi Gunn­ arsson er nú kominn í þann stóra hóp sem heldur úti síðu á sam­ skiptavefnum Facebook. Þing­ maðurinn hafði ekki notað vefinn lengi þegar kerfið hrundi, líkt og við heyrðum í fréttum í vikunni. Illugi skrifar um þessa reynslu sína á vegg sinn. „Ég er rétt ný­ byrjaður að nota þetta Facebook system og þá hrynur þetta út um allan heim. Ég vona að ég hafi ekki ýtt á einhvern vitlausan takka, það væri nú eftir öllu – stjórnmála­ maður á Íslandi eyðilagði Face­ book, Mark Zuckerberg brjálaður.“ Söfnun gengur vel Vel gengur hjá fótboltaliðinu FC Ógn að safna fyrir hina krabba­ meinsveiku Rakel S. Magnús­ dóttur. FC Ógn er aðeins skipað konum og spilar það góðgerðaleik gegn stjörnuliði annarra kvenna 10. mars næstkomandi. Þar verður Tobba Marinós meðal annars að sprikla í fótbolta. Það er fram­ kvæmdastjóri Vesturports, Rakel Garðarsdóttir, sem stendur fyrir liðinu FC Ógn. Mörg fyrirtæki hafa lagt söfnuninni lið en viljir þú að­ stoða er bent á Facebook­síðuna FC Ógn. Afmælisbarn Siggi Hlö er 44 ára og hefur aldrei haft jafn gaman af lífinu. Vinsæll Siggi Hlö segist stjórna vinsælasta útvarpsþætti lan dsins. É g er mikill ævintýra­ maður og þetta er eitt af ævintýrunum. Mað­ ur er alltaf að prófa eitthvað nýtt,“ segir út­ varps­ og tónlistarmaðurinn Brynjar Már Valdimarsson sem er að læra köfun ásamt þeim Erlu Dís og Þórhalli Þórhallssyni, félögum sínum úr morgunþættinum Magas­ íni sem er á dagskrá á FM957. Brynjar Már segir að sig hafi lengi langað til að læra köfun. „Þetta er samt eitt af því sem ég myndi aldrei framkvæma nema í einhverju svona flippi. Ég er samt viss um að þetta er klárlega eitt­ hvað sem maður á ekki eftir að sjá eftir að hafa lært,“ seg­ ir hann og bætir við að það sé afar furðuleg tilfinning að kafa. „Þetta er ekki beint erfitt en mjög skrítið. Maður er að svindla á náttúrunni með því að anda í kafi.“ Brynjar og félagar úr morgunþættinum buðu hópi fólks með sér á köfunarnám­ skeiðið og munu taka annan hóp með sér seinna í mán­ uðinum. Aðspurður segist hann auðvitað bestur af þátt­ arstjórnendunum. „Klárlega er ég fljótastur að ná þessu,“ segir hann í gríni en bætir svo við að þau séu öll jafn miklir nýgræðingar í þessu. Eftir næsta skipti mun Brynjar þreyta bóklegt próf í köfun áður en hann heldur áfram að læra. „Ég vona að það verði ekki jafn erfitt og mótorhjólaprófið. Þá féll ég í fyrsta skiptið,“ viðurkenn­ ir hann en bætir svo við að hann stefni að því að bjóða hópi fólks til að taka mótor­ hjólapróf saman í tengslum við morgunþáttinn í sumar. „Það er bara svo gaman að hjálpa fólki að komast inn í hópa og stuðla að því að krakkar prófi eitthvað nýtt. Þarna eru komnir litlir hópar af nýjum félögum sem deila áhugamálum. Það þarf nefni­ lega ekki alltaf að detta í það til að hafa gaman. Ef einhvern tímann, þá á maður að nota tímann á meðan maður er ungur til að lifa lífinu og prófa nýja hluti,“ segir Brynjar Már að lokum. indiana@dv.is Svindlar á náttúrunni n Útvarpsmaðurinn Brynjar Már hvetur ungt fólk til að lifa lífinu lifandi Flottur Brynjar Már gerir sig tilbúinn til að læra réttu tökin. Gaman Brynjar og félagar í útvarpsþættinum buðu hópi fólks með sér á köfunarnámskeið. Brynjar Már Brynjar vonast til að bóklega prófið í köfun verði ekki jafn þungt og mótorhjólaprófið. Komin á fast Þokkagyðjan Bryndís Gyða Michelsen er komin með nýjan kærasta en þau kynntust í gegnum sameiginlega vini. Sagt var frá þessu í nýjasta tölublaði Séð og heyrt. Sá heppni heitir Gísli Kristjánsson og er rekstrarstjóri sprotafyrirtækisins Greenqloud en hann hefur líka mikinn áhuga á stjórnmálum og bauð sig meðal annars fram til stjórnlagaþings árið 2010.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.