Tímarit um menntarannsóknir - 01.01.2005, Page 7

Tímarit um menntarannsóknir - 01.01.2005, Page 7
7 Tímarit um menntarannsóknir, 2. árgangur 2005 Menntarannsóknir og hlutverk TUM Gretar L. Marinósson Kennaraháskóla Íslands Tímarit um menntarannsóknir (TUM) sem gefið er út af Félagi um menntarannsóknir (FUM) er að slíta barnsskónum með öðru tölublaði sínu. Ritstjórn TUM hefur mótað þá stefnu fyrir tímaritið að það sé virk rödd í menntamálum; umræðuvettvangur þar sem forsendur og eðli rannsókna sé rætt og niðurstöður rannsókna séu nýttar í umræðunni. Nýlega hafa verið kynntar niðurstöður úttektar á menntarannsóknum hérlendis, en vinna við úttektina hófst árið 2002. Í lokaskýrslunni er fjallað um rannsóknir sem unnar eru í háskólum, rannsóknastofnunum, leik-, grunn- og framhaldsskólum og í atvinnu- lífinu. Aðstæður til rannsókna við þessar ólíku stofnanir og fyrirtæki eru afar misjafnar, eins og gefur að skilja, en ein niðurstaða úttektarinnar er að auka þurfi bolmagn til menntarannsókna á öllum þessum stöðum. Til þess þarf ekki einungis að þjálfa rannsakendur og bjóða þeim sæmilega aðstöðu heldur þurfa rannsakendur einnig að velja viðfangsefni sín af kostgæfni og efla árangur sinn með samvinnu. Í úttektinni er sérstök áhersla lögð á birtingarvettvang því að ekki nægir að skrifa bara fyrir aðra rannsakendur. Ef niðurstöðum er ekki komið til skila til notenda, stjórnmálamanna og iðkenda er ólíklegt að þær hafi áhrif á ákvarðanir um menntamál eða veki athygli fjármögnunaraðila. Tilgangur þeirra sem sinna menntarann- sóknum er í flestum tilvikum sá að hafa áhrif til bóta og því mikilsvert að hafa aðgang að fjölbreyttum birtingarvettvangi. Þar er TUM einn valkostur, en auk þess má nefna tímaritið Uppeldi og menntun og nettímaritið Netlu, hvorutveggja gefin út af Rannsóknarstofnun KHÍ, hið fyrrnefnda í samstarfi við HÍ og HA; Glæður, sem gefið er út af Félagi íslenskra sérkennara, Skólavörðuna sem gefið er út af Kennarasambandi Íslands og Tímarit Heimilis og skóla sem samtök foreldrafélaga á landinu gefa út. Auk þess fjalla nokkur sérhæfðari félagsrit og glanstímarit stundum um menntamál. Rannís á þakkir skilið fyrir að bjóða kynningar á rannsóknarniðurstöðum á almannafæri og á mannamáli eins og gert var nokkrum sinnum á haustmánuðum. Ástæða er til að vekja athygli á því í þessu samhengi að tilraunir til að sanna hagnýtt gildi menntarannsókna hér á landi stangast á við það kerfi sem umbunar háskólakennurum fjárhagslega mest fyrir fræðigreinar sem birtar eru í viðurkenndum erlendum tímaritum. Erfiðara er að fá mörg rannsóknarstig fyrir grein í íslensku tímariti eða umfjöllun um skólaþróunarverkefni sem birtist í fagtímariti kennara eða á vef skóla. Ekki er til dæmis skortur á efni frá háskólakennurum til birtingar í þessu riti en erfitt að afla efnis frá kennurum annarra skólastiga sem ekki fá prik fyrir ritverk Pistillinn

x

Tímarit um menntarannsóknir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit um menntarannsóknir
https://timarit.is/publication/1140

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.