Tímarit um menntarannsóknir - 01.01.2005, Síða 12

Tímarit um menntarannsóknir - 01.01.2005, Síða 12
12 Tímarit um menntarannsóknir, 2. árgangur 2005 Blöndal (2002), sem náði til ungmenna sem fæddust árið 1975, höfðu um 40% þeirra ekki lokið framhaldsskóla við 24 ára aldur og var það hlutfall svipað og kom fram í sambærilegri rannsókn meðal fólks sem fæddist árið 1969 (Jón Torfi Jónasson og Guðbjörg Andrea Jónsdóttir, 1992). Brotthvarf frá námi snýst ekki um fámennan hóp ungmenna, eins og þessar tölur sýna, og því er mikilvægt að auka skilning á þeim þáttum sem tengjast brott- hvarfi frá námi. Varla velkist neinn í vafa um mikilvægi fjölskyldunnar við félagsmótun barna og unglinga. Segja má að megináhersla í rann- sóknum á tengslum fjölskylduþátta við brotthvarf ungmenna frá námi hafi verið á félags- og efnahagslega stöðu foreldra. Niðurstöðum ber saman um að nemendur sem búa við góða félags- og efnahagslega stöðu foreldra ná betri árangri í námi og hverfa síður frá námi en nemendur sem hafa lakari stöðu (sjá yfirlitsgrein Jeynes, 2002; McNeal, 1999; Rosenthal, 1998). Sú gagnrýni hefur komið fram að þótt marg- ar rannsóknir bendi til þess að bakgrunnur nemenda, svo sem félags- og efnahagsleg staða foreldra, tengist námsgengi barna þeirra gefi það ekki upplýsingar um hvað það er í fjölskyldulífinu sem ýtir undir góðan námsárangur og farsæla skólagöngu (Feuer- stein, 2000). Lítil áhersla hafi til að mynda verið lögð á að kanna hvernig samskipti foreldra og barna tengjast brotthvarfi ungmenna frá námi og skorti þar rannsóknir (Rosenthal, 1998). Samskipti foreldra og barna gætu þannig verið hlekkur á milli fjölskyldubakgrunns (svo sem félags- og efnahagslegrar stöðu) og námsgengis ungmenna (Feuerstein, 2000; Rumberger, 1995). Í þessari rannsókn er lögð áhersla á að athuga hvernig mismunandi uppeldisaðferðir foreldra við 14 ára aldur ungmenna tengjast brotthvarfi þeirra frá námi síðar á ævinni. Miðað er við hvort þau hafi lokið framhaldsskólaprófi við 22 ára aldur. Í rannsóknum er mismunandi hvernig brotthvarf frá námi er skilgreint (sjá til dæmis McKee, Melvin, Ditoro og McKee, 1998; Alexander, Entwisle og Horsey, 1997). Í sumum rannsóknum er brotthvarf takmarkað við þá nemendur sem byrja í tilteknu námi án þess að ljúka því. Í öðrum nær skilgreiningin bæði til þeirra sem ekki fara í framhaldsskóla og þeirra sem ekki ljúka námi á framhaldsskólastigi (sjá samantekt Jóns Torfa Jónassonar og Kristjönu Stellu Blöndal, 2004). Í þessari rannsókn er seinni skilgreiningin notuð. Til brotthvarfshóps teljast þau ungmenni sem ekki hafa lokið framhaldsskóla við 22 ára aldur, hvort sem þau byrjuðu í framhaldsskóla eða ekki. Námsgengi vísar hér bæði til námsárangurs og brotthvarfs frá námi. Fræðilegur bakgrunnur Rannsóknir á því hvernig samskipti foreldra og barna tengjast námsgengi hafa einkum beinst að því að kanna þátttöku foreldra í skólagöngu barnsins og tengsl hennar við námsárangur barnsins. Má þar helst nefna (1) samskipti foreldra við skólann vegna barnsins (t.d. við kennara og námsráðgjafa), (2) þátttöku foreldra í foreldra- og kennarafélögum skólans, (3) hvort foreldrar og börn þeirra ræði um námið og skólann og (4) aðhald foreldra við heimanám barnsins (t.d. reglur um heimanám og sjónvarpsáhorf, sjá samantekt McNeal, 1999). Aðrir leggja einnig áherslu á (5) aðstoð foreldra við heimanám barnsins og (6) hvaða væntingar foreldrar hafa til námsgengis barnsins (sjá samantekt Fan og Chen, 2001). Niðurstöður þessara rannsókna hafa ekki verið einhlítar. Í sumum þeirra kemur fram að ef foreldrar taka þátt í skólagöngu barnanna sýni þau betri námsárangur, í öðrum að þau sýni verri árangur og í enn öðrum finnast engin tengsl. Þar má nefna sem dæmi að í rannsókn McNeal (1999) kom fram að unglingar sem áttu foreldra sem tóku þátt í foreldra- og kennarafélögum skólans fengu að jafnaði lægri einkunnir en aðrir unglingar. Í samantekt Fan og Chen (2001) á rann- sóknum á tengslum á milli þátttöku foreldra í skólagöngu barna og námsárangurs þeirra var meginniðurstaðan sú að minni tengsl væru Brotthvarf frá námi
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88

x

Tímarit um menntarannsóknir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit um menntarannsóknir
https://timarit.is/publication/1140

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.