Tímarit um menntarannsóknir - 01.01.2005, Page 41

Tímarit um menntarannsóknir - 01.01.2005, Page 41
41 Tímarit um menntarannsóknir, 2. árgangur 2005 Vaxandi spurn eftir háskólanámi á Íslandi og takmarkað svigrúm háskóladeilda til að taka á móti öllum sem óska inngöngu hefur kallað á umræðu um hvernig eigi að velja þá sem fá aðgang að hinu eftirsótta námi. Íslenskir háskólar hafa þróast í tvær ólíkar áttir hvað þetta varðar, að hluta til vegna mismunandi laga sem um þá gilda og að hluta til vegna mismunandi hugmyndafræði um aðgang að háskólanámi. Í lögum um háskóla (136/1997) segir að inntökuskilyrði í háskóla á Íslandi skuli svara til þess sem krafist er í viðurkenndum háskólum á sambærilegu sviði erlendis. En hver eru viðmiðin? Í þessari grein er fyrst fjallað um þær aðferðir sem íslenskar háskóladeildir nota við val á nemendum og síðan kannað hvort mæling á hugrænni getu geti bætt einhverju við forspá um árangur í háskólanámi umfram þá aðferð sem oftast er notuð, þ.e. val út frá stúdentsprófseinkunn. Flestar deildir Háskóla Íslands og Háskólans á Akureyri vinna samkvæmt þeirri almennu reglu að umsækjendur með stúdentspróf komast inn á fyrsta ár. Háskóli Íslands hefur þó gert greinarmun á stúdentsprófi af bóknámsbrautum og öðrum brautum og sumar deildir hans gera kröfu um stúdentspróf af bóknámsbraut (Háskóli Íslands, 2005). Í ákveðnum deildum þessara háskóla fara fram samkeppnispróf við lok fyrsta misseris (numerus clausus), en þá er í raun ekki valið inn í deildina, heldur öllum leyft að spreyta sig í byrjun. Læknadeild Háskóla Íslands hefur farið aðra leið síðustu þrjú ár, það er að nota inntökupróf til að Gildi stúdentsprófseinkunnar og hugrænnar getu í forspá um árangur í háskólanámi Ásta Bjarnadóttir Háskólanum í Reykjavík1 Gerð var athugun á forspárgildi stúdentsprófseinkunna og prófs sem mælir almenna hugræna getu (Wonderlic Personnel Test) fyrir árangur nemenda í grunnnámi í háskóla. Niðurstöður fylgniathugana með langtímagögnum frá 85 háskólanemum í viðskipta- og tölvunarfræði benda til að almenn hugræn geta spái betur en stúdentsprófseinkunnir fyrir um einkunnir í háskólanámi (r=0,39 á móti r=0,29). Fylgnin á milli forspárþáttanna tveggja innbyrðis er það lítil (r=0,16) að notkun hugrænnar getu til viðbótar leiðir til tvöfalt betri forspár (9% viðbót), og skýra báðar breyturnar saman 18% af dreifingunni í einkunnum. Niðurstöður benda til að íslenskar háskóladeildir sem velja stúdenta inn í námið geti bætt meðalárangur nemenda sinna ef þær nota mælingu á hugrænni getu til viðbótar við stúdentsprófseinkunnir í inntökuferlinu. Tímarit um menntarannsóknir, 2. árgangur 2005, 41–51 1 Höfundur þakkar Guðrúnu Mjöll Sigurðardóttur, Þorláki Karlssyni og Sigurgrími Skúlasyni fyrir aðstoð og ábendingar og þátttakendum fyrir þátttökuna. Hagnýtt gildi: Greinin nýtist skólastjórnendum á háskólastigi og ráðamönnum á sviði menntamála enda greinir hún frá rannsókn á aðferð til þess að velja nemendur inn í háskóla á grundvelli stúdentsprófseinkunna og prófs sem mælir hugræna getu. Prófið tekur einungis 12 mínútur í fyrirlögn. Bestur árangur myndi nást við val á nemendum ef háskólar notuðu bæði stúdentsprófseinkunn og hugræna getu við val inn í skólana, því þessar tvær aðferðir virðast bæta hvor aðra upp. Greinin getur auk þess verið innlegg í pólitíska umræðu um fjöldatakmarkanir í háskóladeildum.

x

Tímarit um menntarannsóknir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit um menntarannsóknir
https://timarit.is/publication/1140

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.