Tímarit um menntarannsóknir - 01.01.2005, Qupperneq 44

Tímarit um menntarannsóknir - 01.01.2005, Qupperneq 44
44 Tímarit um menntarannsóknir, 2. árgangur 2005 löndum. Inntökupróf tíðkast til dæmis á Spáni og í Svíþjóð hefur verið þróað próf (SWE- SAT) sem miðast sérstaklega við að meta námsgetu fólks sem gert hefur hlé á námi sínu um lengri eða skemmri tíma (Stage, 1999). Evrópskir háskólar hafa oft minna frelsi en bandarískir skólar til að velja fólk inn í skólana, þó að vissulega megi finna allnokkrar undantekningar. Algengara er að þeir sem uppfylla lágmarkskröfur komist inn og leyfist að spreyta sig á náminu. Reynsla af inntökuprófum á Íslandi Lög um háskóla (136/1997) heimila að nem- endum sem uppfylla lágmarksskilyrði til inngöngu í háskóla sé gert skylt að gangast undir inntökupróf eða stöðupróf. Lítið hefur verið um að slík próf séu notuð, nema í listnámi, en þó verða hér rakin tvö dæmi. Tækniháskóli Íslands (THÍ) gerði tilraun árið 2001 með inntökupróf í rekstrardeild og byggðist það próf á stærðfræði, ensku og bókfærslu og var haldið í kjölfar undir- búningsnámskeiðs. Reynslan af þeirri tilraun sýndi að umsóknum fækkaði nokkuð, einkum umsóknum frá eldri nemendum og fólki sem ekki kom beint úr framhaldsskóla, með þeim afleiðingum að hópurinn sem tekinn var inn það árið var heldur einsleitari en ella. Þar sem deildin hefur haft það að markmiði að hafa fjölbreyttan nemendahóp var inntökuprófið ekki notað aftur (Sverrir Arngrímsson, munn- leg heimild, 12. 9. 2005). Læknadeild HÍ tók upp eigið inntökupróf árið 2003 og hefur notað það síðan og þróað áfram. Prófið byggist á námsefni framhaldsskóla í skilgreindum námsgreinum og áföngum og á almennri þekkingu (Háskóli Íslands, e.d.). Læknadeildin telur reynsluna af inntökuprófinu vera góða þótt ekki hafi enn verið gerðar rannsóknir á forspárgildi prófsins fyrir gengi í náminu (Kristján Erlendsson, munnleg heimild, 17. 8. 2005). Forsvarsmenn læknadeildar telja það meginkost inntökuprófsins að aðferðin sé manneskjulegri en numerus clausus, þar sem menn þurfi ekki lengur að hefja nám í þeirri vissu að fjölmargir muni heltast úr lestinni eða sitja í mjög fjölmennum fyrirlestrum á fyrsta misseri. Notkun prófsins sparar deildinni þó ekki fjármuni, því þessi aðferð er kostnaðarsamari fyrir deildina en numerus clausus. Þá telur læknadeild að stúdentar séu almennt mjög sáttir við að notað sé inntökupróf, að minnsta kosti ef marka má fjölda kvartana og fyrirspurna (Kristján Erlendsson, munnleg heimild, 17. 8. 2005). Frekari rannsókna er þörf til að meta kosti og galla þess að nota inntökupróf hér á landi. Reynsla THÍ bendir til þess að háskóladeildir sem eru í samkeppni um nemendur innanlands verði að gera ráð fyrir að notkun inntökuprófs leiði til færri umsækjenda, einkum úr þeim hópi sem ekki er nýútskrifaður úr framhaldsskóla. Reynsla læknadeildar bendir til þess að deild sem er sú eina sinnar tegundar innanlands eigi auðveldara með að innleiða inntökupróf, þó enn vanti rannsóknir á forspárgildi þess prófs. Markmið þeirrar athugunar sem hér er kynnt er að kanna hvort stutt próf sem mælir almenna hugræna getu spáir fyrir um einkunnir við háskóla, og ef svo er, hvort það að bæta slíku prófi við núverandi inntökuviðmið gæfi háskólum viðbótarupplýsingar sem gætu nýst til að bæta árangur þeirra sem komast inn. Búist er við því að tengsl hugrænnar getu við árangur í háskólanámi verði sterk og marktæk, enda nýtist almenn hugræn geta betur en nokkur annar mælanlegur getu- eða persónuleikaþáttur í forspá um árangur á starfsferlinum (Schmidt og Hunter, 2004), auk þess sem fyrri athuganir á því prófi sem notað er hér sýna verulegan mun eftir menntunarstigi (Wonderlic, 1992). Aðferð Þátttakendur: Þátttakendur voru 85 nemar við Háskólann í Reykjavík (HR), 45 konur og 40 karlar, 69 í viðskiptadeild og 16 í tölvunarfræðideild. Rannsóknin hófst í janúar 2002 þegar flestir þátttakendur voru á fyrsta ári í háskólanámi. Þegar rannsókninni lauk, þremur og hálfu ári síðar, var 71 þátttakandi (84%) útskrifaður með 90 eininga B.Sc.-gráðu Gildi stúdentsprófseinkunnar og hugrænnar getu
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88

x

Tímarit um menntarannsóknir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit um menntarannsóknir
https://timarit.is/publication/1140

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.