Tímarit um menntarannsóknir - 01.01.2005, Page 45

Tímarit um menntarannsóknir - 01.01.2005, Page 45
45 Tímarit um menntarannsóknir, 2. árgangur 2005 í viðskiptafræði eða tölvunarfræði, fjórir voru enn í námi, en tíu hættir. Þeir 14 sem voru enn í námi eða hættir höfðu að meðaltali lokið 52 einingum. Meðalaldur þátttakenda var 23 ár við upphaf rannsóknarinnar og hafði meirihlutinn (70%) útskrifast sem stúdentar árið 2001 eða 2000. Af þátttakendum höfðu 70% útskrifast úr menntaskóla, 26% úr fjölbrautaskóla og 4% úr verkmennta- eða iðnskóla og komu flestir nemendur af málabraut (58%). Stærsti hópurinn var með stúdentspróf úr Verzlunarskólanum (27%) og næststærsti hópurinn úr Menntaskólanum við Hamrahlíð (15%). Meðalfjöldi eininga á stúdentsprófi var 145 og reiknuð meðaleinkunn á stúdentsprófi, að frátöldum einkunnum í íþróttum, var 7,5 (staðalfrávik 0,7). Mælitæki: Til að mæla hugræna getu var notað próf sem mælir almenna hugræna getu, Wonderlic Personnel Test (WPT) (Wonderlic Inc., e.d.). Fjórða útgáfa þessa prófs er til í tilraunaútgáfu á íslensku og er þessi rannsókn liður í þróun hennar á nýju tungumáli, sem höfundur vinnur að. Prófið er hannað með það fyrir augum að vera ekki mjög háð tilteknu námsefni eða menntunargráðu og það er einkum notað í starfsmannavali á almennum vinnumarkaði. Í WPT eru 50 spurningar, sem reyna á málfærni (27 spurningar), talnaleikni (16 spurningar) og rökhugsun (7 spurningar), en niðurstöður prófsins eru þó ekki sundur- liðaðar í þessa flokka. Spurningarnar eru ýmist fjölvalsspurningar eða opnar. Sem dæmi um málfærnispurningar á WPT má nefna spurningar um andstæður orða, hvaða orð eiga ekki heima í runu og hvort tveir málshættir séu svipaðrar eða andstæðrar merkingar. Talnaleiknispurningarnar byggjast á hugarreikningi eða ályktunum út frá gefnum talnasettum og dæmum úr aðstæðum daglegs lífs og auk þess eru tvær rúmfræðispurningar. Rökhugsunarspurningar eru flestar þannig að gefnar eru 3 fullyrðingar og spurt hvort sú þriðja sé sönn ef fyrstu tvær eru sannar. Þetta próf er lagt fyrir með tímamælingu og fá þátttakendur einungis 12 mínútur til að taka prófið. Mjög fáir ná að ljúka prófinu, enda ekki til þess ætlast. Rannsóknir útgefandans (Wonderlic Inc., e.d., Wonderlic, 1992) sýna að þetta próf hefur góðan áreiðanleika (innri stöðugleiki, alpha, er 0,88–0,94) og einnig hátt réttmæti, þar sem það spáir mjög vel fyrir um frammistöðu í starfi í ólíkum starfsgreinum og spáir einnig fyrir um hversu langt menn ná í skólakerfinu. Framkvæmd: Tilkynning um rannsóknina var send til Persónuverndar áður en gagnasöfnun hófst og bárust engar athugasemdir. Komið var að máli við nemendur í skyldunámskeiðum á 1. ári í viðskiptafræði og tölvunarfræði. Greint var frá markmiðum rannsóknarinnar og nemendur beðnir að taka þátt í rannsókn á þáttum sem spá fyrir um árangur í háskólanámi. Þeim var sagt að með því að rita kennitölu sína á prófblaðið samþykktu þeir að niðurstaðan yrði tengd við árangur í námi og stúdentsprófseinkunn. Áttatíu og sjö manns luku við prófið og gáfu allir nema tveir heimild til að nota það í rannsókninni, með því að merkja prófblöð sín með kennitölu. Þátttakendur fengu 12 mínútur til að svara prófinu. Gögn voru slegin inn í gagnagrunn undir þátttakandanúmeri. Stúdentsprófseinkunnir voru fengnar úr umsóknargögnum í nemendabókhaldskerfi HR og var miðað við meðaleinkunn í öllum greinum að undanskilinni líkamsrækt. Gögn um einkunnir á stúdentsprófi vantaði fyrir 4 þátttakendur. Upplýsingum um árangur í háskólanáminu var safnað úr nemendabókhaldi sumarið 2005, þremur og hálfu ári eftir að prófið var lagt fyrir, þegar flestir þátttakendur voru útskrifaðir. Einkunnir í háskóla voru skráðar sem meðaleinkunn hvers nemanda í öllum teknum námskeiðum yfir allan námstíma þeirra í skólanum. Reiknuð var fylgni og síðan gerð fjölbreytu- aðhvarfsgreining í tveimur skrefum, þar sem stúdentsprófseinkunnin var ein sett inn í fyrsta skrefi og síðan bæði stúdentsprófseinkunn og einkunn á WPT-prófinu. Stúdentsprófseinkunn var sett inn fyrst þar sem það er sú forspárbreyta sem nú er aðgengilegust og nú þegar mest notuð við val á stúdentum inn í háskóla. Ekki Gildi stúdentsprófseinkunnar og hugrænnar getu

x

Tímarit um menntarannsóknir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit um menntarannsóknir
https://timarit.is/publication/1140

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.