Tímarit um menntarannsóknir - 01.01.2005, Blaðsíða 59

Tímarit um menntarannsóknir - 01.01.2005, Blaðsíða 59
59 Tímarit um menntarannsóknir, 2. árgangur 2005 umhverfi sitt og sem sagt vera hæfur einstaklingur sem að getur hafnað og valið í framtíðinni. Aðrir töluðu um barnið sem rannsakanda sem finnur eigin lausnir en töldu hlutverk leikskólakennarans vera að greina áhuga barnsins jafnóðum, skipuleggja starfið með hliðsjón af því og fylgja ferlinu eftir. Einn viðmælenda sagði t.d. um barnið sem rannsakanda: „... eins og Piaget segir að þau fái að rannsaka og læra í gegnum sínar rannsóknir“. Um skipulag starfs sem byggist á áhuga barnsins tók einn leikskólastjórinn dæmi af því þegar leikskólakennararnir höfðu ákveðið að vinna verkefni um haustið en börnin sýndu því engan áhuga. Hún sagði: Þá reynir maður að athuga hvar áhugasvið barnsins liggur ... það var svo fyndið að þær á gulu deild voru að tala um það að þær væru búnar að ákveða að taka haustið og allt það en síðan voru börnin miklu meira upptekin af ljóni heldur en hausti ... Annar leikskólastjóri sagði frá því að í sínum leikskóla væri lögð áhersla á að börnin leituðu sjálf að lausnum. Hún sagði: Þau eru aldrei að leita að annarra lausnum, þau eru heldur aldrei að glíma við neitt sem þeim getur mistekist í, þau eru bara með þennan opna efnivið þannig að þau skapa sinn leikheim hverju sinni ... og ef þau læra þannig að skapa líf sitt þá trúi ég að þau muni halda áfram og ná að skapa líf sitt líka sem eldri einstaklingar. Samskipti og félagslegir þættir Leikskólastjórarnir sem talað var við litu á það sem eitt af meginmarkmiðum leikskólans að efla félagsfærni barnanna og stuðla að góðum samskiptum. Í viðtölunum nefndu svo til allir viðmælendur þætti sem falla undir samskipti og félagslega þætti, svo sem að efla félagslega færni, að vinna með samskipti, efla umburðarlyndi, tillitssemi og vináttu. Áhersla á mikilvægi góðs félagslegs andrúmslofts meðal barna og fullorðinna birtist í orðum leikskólastjóra sem sagði: Hér í leikskólanum leggjum við aðal- áherslu á að efla meðal barnanna mannkærleika, samkennd, umburðar- lyndi og vináttu. Við viljum skapa gott félagslegt andrúmsloft í vel skipulögðu uppeldisumhverfi, þar sem börn og starfsfólk fái notið og þroskað eiginleika sína fordómalaust. Þessar leiðir hefur starfsfólkið farið yfir á hverju hausti. Þetta er það sem við viljum að fólk tileinki sér, að sýna öllum virðingu ... Mjög margir nefndu mikilvægi þess að börnunum liði vel og þau væru glöð og ánægð í leikskólanum. Vinátta og friðsamleg samskipti barna á milli var flestum ofarlega í huga. Báðir þessir þættir komu fram í orðum eins leikskólastjórans og lýsa um leið vel viðhorfum margra. Hún sagðist telja að markmið leikskólastarfsins væri „... að stuðla að því að gleði sé ríkjandi í leikskólanum, að stuðla að vináttu og friði meðal barna“. Annar komst þannig að orði: „Það á að vera gaman hér í leikskólanum. Þetta á að vera svona: Björt eru bernskuárin ...“ Margir leikskólastjóranna töluðu um að þeir legðu áherslu á að börnin lærðu að bera virðingu fyrir öðru fólki og viðhorfum annarra. Einn viðmælandinn sagðist t.d. leggja áherslu á: „... að börnin læri að bera virðingu fyrir sjálfum sér og öðrum og umhverfinu, að þau sem sagt séu í svona gleðiríku umhverfi“. Sumir nefndu einnig mikilvægi þess að geta sett sig í spor annarra og læra með því móti að virða aðra. Einn viðmælenda ræddi þetta á þennan hátt: Það sem við þurfum að huga verulega að í þessum heimi og kannski erum við að stíga þau skref hér í leikskólanum og það er að huga að samskiptum og virðingu fyrir öðrum og tilfinningum annnarra ... ef við vinnum vinnuna okkar í leikskólanum, þá kannski minnkar eineltið. Í viðtölunum kom einnig fram áhersla á mikilvægi þess að barninu finnist það vera hluti af heild og það finni að það sé þátttakandi í leikskólasamfélaginu. Talað var um mikilvægi þess að barnið fái að vaxa og dafna með öðrum börnum og læri að vera hluti af lýðræðislegu Hvernig tala leikskólastjórar um leikskólann?
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Tímarit um menntarannsóknir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit um menntarannsóknir
https://timarit.is/publication/1140

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.