Tímarit um menntarannsóknir - 01.01.2005, Síða 70

Tímarit um menntarannsóknir - 01.01.2005, Síða 70
70 Tímarit um menntarannsóknir, 2. árgangur 2005 með staðfærðri þýðingu mælitækisins hafi sambærilega próffræði- og tölfræðilega eiginleika og frumútgáfa þess (Hulin, 1987; Hambleton og Bollwark, 1991; International Test Commission, 2001; van de Vijver og Hambleton, 1996). Þetta markmið gerir þýðingar mælitækja frábrugðnar öðrum þýðingum. Ekki er ætlunin að ná fram ákveðinni upplifun lesanda eða áferð texta eins og þegar bókmenntatexti er þýddur. Það er heldur ekki markmið að upplýsingar komist orðrétt til skila eins og þegar tæknilegur leiðbeiningatexti er þýddur (Heimir Pálsson og Höskuldur Þráinsson, 1988). Í staðfærðri þýðingu mælitækis er lögð áhersla á að afla sambærilegra upplýsinga, að niðurstöður hafi sömu próffræðilegu og tölfræðilegu eiginleika og í frumútgáfu (International Test Com- mission, 2001). Próffræðilegir eiginleikar mælitækisins byggjast á eiginleikum einstakra atriða, t.d. þyngd, aðgreiningargetu og tengslum við önnur atriði (Feldt og Brennan, 1989; Gulliksen, 1950/1987). Orðið atriði er hér notað um spurningar eða staðhæfingar, leiðbeiningar sem þeim fylgja og leiðir til að svara spurningum. Hverju atriði er ætlað að snerta á ákveðnum fleti hugsmíðarinnar og saman afla þau upplýsinga um hugsmíðina sem mæld er (Crocker og Algina, 1986; Millman og Greene, 1989). Þýðing og staðfærsla felur í sér að texti mælitækisins er þýddur og aðlagaður menningu með þeim hætti að próffræði- og tölfræðilegir eiginleikar halda sér. Hugsmíðar geta verið breytilegar á milli mál- eða menningarsvæða þv ví tengslin milli efniviðar atriðis, þess sem spurt er um eða staðhæft í atriðinu, og hugsmíðarinnar geta reynst ólík frá einu menningarsvæði til annars. Við það geta komið upp vandamál í þýðingu og staðfærslu. Sem dæmi má nefna mælingar á magnbundinni hugsun barna við upphaf grunnskóla. Í bandarískri útgáfu mælitækis hefur atriði er lýtur að innbyrðis verðgildi peninga mjög sterk tengsl við þessa hugsmíð en tengsl eru engin í íslenskri þýðingu mælitækisins (Sigurgrímur Skúlason, 2004a, 2004b). Í tilvikum sem þessu þarf að finna annan efnivið í atriðið sem gerir kleift að mæla ákveðinn flöt hugsmíðarinnar. Algengt er að mælitæki séu þýdd og staðfærð til að nota við rannsóknir eða greiningar hér á landi en líklega vantar nokkuð upp á þekkingu á aðferðum við þýðingu og staðfærslu. Þessari grein er ætlað að bæta þar úr með tvennum hætti. Í fyrri hluta greinarinnar verður kynnt próffræðilíkan sem gerir kleift að skilgreina í hverju markmið þýðingar og staðfærslu mælitækja felast. Í síðari hluta hennar verður vinnuferli við þýðingu og staðfærslu lýst með einföldum hætti sem fjórum eða fimm aðskildum verkþáttum. Byggt er á viður- kenndum vinnuferlum en útfærsla heildarferlis er hér nokkuð frábrugðin því sem almennt tíðkast (Brachen og Barona, 1991; Brislin, 1970, 1986; Hambleton, 1993; Hambleton og Bollwark, 1991; International Test Com- mission, 2001; Prieto, 1992) og er ætlunin að gera hlutverk hvers verkþáttar sem ljósast. Próffræði staðfærðrar þýðingar Eins og áður kom fram eru mælitæki þróuð til að safna upplýsingum um skilgreinda hug- smíð og við þróun mælitækisins eru byggðir inn í það ákveðnir próffræðilegir eiginleikar sem ráða því hvernig mælitækið höndlar hugsmíðina (Crocker og Algina, 1986). Svo að staðfærð þýðing mæli hugsmíð með sama hætti og frumútgáfa verða þessir eiginleikar að haldast gegnum þýðingarferlið (International Test Commission, 2001). Vandamál í þýðingu mælitækja geta falist í kerfisbundinni skekkju tengdri einstökum atriðum (item bias) eða hugsmíðum (construct bias) (Ellis, 1989; Hambleton, 1993; Hambleton og Bollwark, 1991; Hulin, 1987). Eitt nákvæmasta líkanið af þessu tagi er byggt á svarferlalíkani (item response model) (Hulin, 1987), og byggir á tengslum milli færni eða stöðu einstaklings á hugsmíðinni sem verið er að mæla og líkum á að hann svari einstökum atriðum með ákveðnum hætti. T.d. getur einstaklingur sem hefur Þýðing og staðfærsla á spurningalistum og prófum
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88

x

Tímarit um menntarannsóknir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit um menntarannsóknir
https://timarit.is/publication/1140

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.