Tímarit um menntarannsóknir - 01.01.2005, Page 71

Tímarit um menntarannsóknir - 01.01.2005, Page 71
71 Tímarit um menntarannsóknir, 2. árgangur 2005 jákvæða afstöðu til náttúruverndar verið mjög ósammála fullyrðingu um að framkvæmd sem veldur umhverfisraski væri æskileg. Eru tengslin skilgreind út frá einum til þremur próffræðilegum eiginleikum atriðanna, auk stöðu þátttakenda á heildarkvarða. Hulin (1987) telur þýtt atriði sambærilegt frumútgáfu þegar þessir eiginleikar þess eru sambærilegir frumútgáfu. Í öllum þessum líkönum felst að einangra má hnökra í þýðingu og staðfærslu mælitækja með því að finna atriði sem hafa ólíka próffræðilega eiginleika í þýðingu og frumútgáfu, t.d. þyngd eða aðgreiningarhæfni. Poortinga og van de Vijver (van de Vijver og Poortinga, 1997, 2005) hafa sett fram víðtækari kenningu um samræmi milli staðfærðrar þýðingar og frumútgáfu. Þeir gera ráð fyrir fjórum stigum samræmis: Að einstök atriði séu sambærileg í þýðingu og frummáli, að heildarkvarði eða undirkvarðar séu sambærilegir, að hugsmíð sé mæld með sama hætti í báðum útgáfum og að mælieiningar séu sambærilegar. Ákveðin samsvörun er milli próffræðilíkansins sem hér verður sett fram og þessarar kenningar um sambærilegar þýðingar. Líkanið sem lýst er í þessari grein er byggt á grunni klassíska próffræðilíkansins (classical test theory) (Gulliksen, 1950/1987) og viðunandi frávik eða hnökrar í staðfærðri þýðingu skilgreindir út frá heildarstigatölu, stigatölum undirþátta eða út frá einstökum atriðum. Heildarstigatölu mælitækis má lýsa með grunnjöfnu klassíska próffræðilíkansins. Samkvæmt henni eru mæligildi eða heildarstig, x, (test score) samsett af markgildi, t, (true score) og óvissuþætti, et, (error), x = t + et . Mæligildi eða heildarstig einstaklings er niðurstaðan sem mælitækið gefur. Markgildi má líta á sem besta mat á hugsmíðinni sem þetta mælitæki getur gefið. Einnig má líta á það sem niðurstöðu sem fengist ef unnt væri að mæla hugsmíðina án óvissuáhrifa. Óvissuþáttur felst í tilviljanakenndum áhrifum sem tengjast ekki hugsmíðinni sem verið er að mæla (Feldt og Brennan, 1989; Gulliksen, 1950/1987). Með sama hætti má skoða dreifingu á mælitækinu, σ², σ²x = σ²t + σ²et . Hér táknar σ²x dreifingu heildarstiga. Hún er summa liðanna σ²t, sem er dreifing markgildis og σ²et, sem er dreifing óvissuþáttar. Þegar mælitæki er þýtt og staðfært er markmiðið að endurskapa mæligildið og dreifingu á því í þýðingarlandinu. Um leið opnast leiðir fyrir dreifingu tengda óvissu- áhrifum1 vegna hnökra í þýðingu og menn- ingarlegra þátta. Þau eru táknuð með σ²eþ og stendur þ fyrir þýðingu og staðfærslu. Dreifing á staðfærðri þýðingu mælitækis reynist því σ²x = σ²t + σ²et + σ²eþ . Eftir því sem óvissuþátturinn sem tengist þýðingu og staðfærslu, σ²eþ, verður stærri dregur úr samræmi milli staðfærðrar þýðingar og frumútgáfu. Það fer að miklu leyti eftir því hvernig tekst að halda þessum óvissuþætti í lágmarki hvort staðfærð þýðing verður viðunandi. Til að þetta markmið náist getur reynst nauðsynlegt að laga efnistök atriða að menningarlegum aðstæðum, m.ö.o. breyta því sem spurt er um, til að þau gefi sambærilegar upplýsingar um hugsmíðina og frumútgáfan (International Test Commission, 2001; van de Vijver og Poortinga, 1997, 2002). Það er algengt að mælitæki hafi nokkra undirþætti og þá er hverjum þeirra ætlað að meta ákveðinn flöt hugsmíðarinnar. Lýsa má dreifingu á mælitæki með k skilgreinda undirþætti sem σ²x = σ²1 + σ²2 + ... + σ²k + σ²el + σ²e2 + ... + σ²ek + σ1 2 + σ1 3 + ... + σ(k-1) k , þar sem liðir auðkenndir með tölum tákna dreifingu undirþátta, liðir auðkenndir með e og 1 Í klassíska próffræðilíkaninu er villuþáttur ekki greindur í liði. Hér er vikið frá þessu til að skýra villuáhrifin. Tæknilega séð er hér farið yfir á svið alhæfingakenninga (generalizability theory) þar sem unnt er að brjóta villuþátt niður eftir uppruna eða áhrifaþáttum (Feldt og Brennan, 1989). Þýðing og staðfærsla á spurningalistum og prófum

x

Tímarit um menntarannsóknir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit um menntarannsóknir
https://timarit.is/publication/1140

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.