Tímarit um menntarannsóknir - 01.01.2005, Qupperneq 72

Tímarit um menntarannsóknir - 01.01.2005, Qupperneq 72
72 Tímarit um menntarannsóknir, 2. árgangur 2005 tölu tákna óvissuþátt þeirra og liðir auðkenndir með tveimur tölum (t.d. σ1 2) sýna samdreifingu (covariance) undirþátta, en samdreifing geymir upplýsingar um tengsl milli undirþátta og er skyld fylgni. Við þýðingu og staðfærslu geta þýðingarbundnir óvissuþættir tengst hverjum undirþætti, σ²euþ . Til að staðfærð þýðing hafi sömu eiginleika og frumútgáfa verður dreifing á undirþáttum, σu [Frumútgáfa] ≈ σu [Staðfærsla], að vera með sama hætti í báðum útgáfum og einnig samdreifing undirþátta, σuv [Frumútgáfa] ≈ σuv [Staðfærsla]2, og óvissuþættir tengdir þýðingu og staðfærslu verða að vera í lágmarki. Þar sem fá atriði eru í hverjum undirþætti er nauðsynlegt að haga þýðingu og staðfærslu atriða þannig að dreifing hvers atriðis skarist við ólíkar hliðar hugsmíðarinnar með sama hætti og frumgerð þess. Ef til dæmis þýðing atriðis sem metur þá hlið hugsmíðarinnar sem samsvarar undirþætti u er þannig að dreifing á þessum undirþætti verði frábrugðin því sem gerist í frumútgáfu verður samdreifing þar sem undirþáttur u á í hlut ávallt frábrugðin því sem gerist í frumútgáfu. Hætt er við að þetta hafi þau áhrif að þáttabygging mælitækisins riðlist. Algengasta viðmið um hve vel þýðing og staðfærsla heppnast er að þáttabygging þýðingar sé hin sama og frumútgáfu (Gierl, 2000; van de Vijver og Poortinga, 2002), tölfræðileg forsenda þess að þáttabygging verði sambærileg er að samdreifing sé sambærileg (Bollen, 1989; McDonald, 1985). Að síðustu má bera saman próffræðilega eiginleika einstakra atriða í staðfærðri þýðingu og frumútgáfu. Jafna fyrir slíkt líkan yrði sambærileg þeirri sem lýsir undirprófum. Í stað liða fyrir undirpróf kæmi þá einn liður fyrir dreifingu á hverju atriði auk liða sem sýna samdreifingu atriðanna. Eins og áður verður dreifing á einstökum atriðum að vera um það bil jöfn (σ²i [Frumútgáfa] ≈ σ²i [Staðfærsla])3 og samdreifing þeirra einnig (σi j [Frumútgáfa] ≈ σi j [Staðfærsla]) til þess að staðfærð þýðing mæli hugsmíðina með sama hætti og frumútgáfa. Eins og áður geta óvissuþættir vegna þýðingar og staðfærslu tengst hverju atriði. Þetta sýnir að við þýðingu og staðfærslu er nauðsynlegt að vanda til hvers atriðis því það eru í raun próffræðilegir eiginleikar atriðanna sem ráða því hverjir próffræðilegir eiginleikar staðfærðrar þýðingar sem heild verða (Felt og Brennan, 1989). Þetta þýðir að við þýðingu og staðfærslu er nauðsynlegt að velja efni hvers atriðis þannig að tengsl þess við hugsmíð séu svipuð og í frumútgáfu. Ef þýðing og staðfærsla atriðis hleypir menningarlegum eða þýðingarbundnum óvissuþáttum inn í dreifingu atriðisins hefur það einnig áhrif á samdreifingu þegar atriðið á hlut að. Slík þýðingaráhrif eru því ekki aðeins bundin við atriðið sjálft heldur smitast þau inn í aðra hluta mælitækisins. Mikilvægi þess sem fram hefur komið að ofan má skýra með dæmum. Ef efnistök atriðis eiga ekki við í þýðingarlandi getur það gerst að nær allir svari með sama hætti (rétt eða rangt, oftast eða aldrei, mjög sammála eða mjög ósammála. Í áðurnefndri rannsókn á skilningi sex ára barna svöruðu nær allir leik- og grunnskólakennarar að börnin hefðu ekki vald á verðgildi peninga og þetta atriði legði því nær ekkert til dreifingar á undirþætti sem mældi hugsmíðina magnbundna hugsun. Jafnframt hvarf samdreifing sem í frumútgáfu tengdi þennan þátt við hugsmíðina almenna þekkingu. Við þetta urðu báðir undirþættir óskýrir í þáttagreiningu (Sigurgrímur Skúlason, 2004a). Hér þarf að finna annað atriði sem tengist magnbundinni hugsun í daglegu lífi og nota í stað verðgildis peninga til að staðfærð þýðing mæli sömu hugsmíð og frumútgáfan. Nefna má annað dæmi um óviðeigandi efni- við atriðis. Ef atriði í frumútgáfu spurningalista sem ætlað er að mæla öryggi nemenda í skólum lyti að því hvort vopnaburður, t.d. að koma með byssu í skólann, sé algengur meðal nemenda myndu flestir íslenskir nemendur svara því til að það gerðist aldrei. Sumir þeirra myndu hinsvegar svara út í hött undir áhrifum frá kvikmyndum eða sjónvarpsefni. Dreifing á atriðinu réðist þá eingöngu af óvissuáhrifum Þýðing og staðfærsla á spurningalistum og prófum 2 Bókstafirnir u og v tákna hér „undirpróf“ og „eitthvert annað undirpróf“. 3 Bókstafirnir i og j tákna hér „prófatriði“ og „eitthvert annað prófatriði“.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88

x

Tímarit um menntarannsóknir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit um menntarannsóknir
https://timarit.is/publication/1140

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.