Tímarit um menntarannsóknir - 01.01.2005, Page 76

Tímarit um menntarannsóknir - 01.01.2005, Page 76
76 Tímarit um menntarannsóknir, 2. árgangur 2005 í forprófunum þegar haldið er vel utan um spurningar, athugasemdir og viðbrögð þeirra. Styrkur þessa er að fleiri þátttakendur koma að forprófunum en í öðrum aðferðum (Grisay, 2004; Hambleton, 2005). Þeir sem þekkja vel til markhópsins geta einnig bent á hvernig best er að haga orðalagi og málfari þannig að það sé í samræmi við það sem gerist hjá markhópi eða á fagsviðinu. Þeir bera einnig saman frumútgáfu og staðfærða þýðingu. Mikilvægt er að fá sérfræðinga sem ekki hafa áður komið að þýðingu og staðfærslu mælitækisins því hætt er við að þeim sem þegar hafa unnið að því sjáist yfir veikleika hennar (Brachen og Barona, 1992; Hambleton og Bollwark,1991; Prieto, 1992). Allajafna gefa sérfræðingar og fagfólk sem starfar í tengslum við markhóp gagnlegastar upplýsingar um hvort þýddar og staðfærðar útgáfur atriða tengjast hugsmíð með sama hætti og frumútgáfan gerir (Brachen og Barona, 1992; Hambleton, 2005; Hambleton og Bollwark,1991; Prieto, 1992). Þessir aðilar fá það hlutverk að meta hvert atriði með tilliti til þess hve vel það hentar, hvaða flöt hugsmíðar það muni tengjast. Gagnlegt er fyrir þessa aðila að hafa upplýsingar um hlutverk atriðanna, t.d. hvaða undirkvarða atriðið tengist. Mikilvægt er að fá ábendingar um atriði sem sérfræðingum og fagfólki sýnist að muni lítt tengjast hugsmíð. Þó fram komi ábendingar af þessu tagi er ekki ljóst hvort menningarbundinn munur er á tengslum atriðis og hugsmíðar eða hvort óþekktar ástæður liggja að baki slíkum tengslum (Hambleton og Bollwark, 1991; Prieto, 1992). Því er æskilegt að forprófa þýðingu atriðisins auk annarrar hugsanlegrar staðfærslu á því og velja á milli ólíkra leiða við að staðfæra atriðið eftir niðurstöðum forprófana. Markhópur getur í mörgum tilvikum einnig gefið mikilvægar upplýsingar um tengsl atriða við hugsmíð. Þegar rýnihópar eru notaðir má til að mynda spyrja um hvaða merkingu ákveðið orðalag hafi eða spyrja um skoðun, hegðun eða atburð sem hugsanlegt væri að nota sem efnivið í atriði. Mikilvægt er að fá gagnrýni íslenskufræðinga á málfar staðfærðrar þýðingar. Algengt er að aðrir sérfræðingar bendi á málvillur en hlutverk íslenskufræðings er að benda á málfarsatriði, setningaskipan eða stílbrigði sem færa má til betri vegar, þó ekki sé beinlínis rangt með farið, til að textinn renni vel á lipurri íslensku. Upplýsingar um próffræðilega eiginleika atriða, t.d. þyngd, aðgreiningarhæfni, dreifi- tölur og samdreifingarliði eða tengsl við önnur atriði og ytri breytur, fást einungis með forprófunum. Mikilvægt er að úrtak sem stuðst er við í forprófunum komi úr væntanlegum markhópi (Crocker og Algina, 1986). Stærð úrtaks skiptir miklu um niðurstöður forprófana og er ávallt betra að þátttakendur séu fleiri en færri. Þyngd er einn stöðugasti eiginleiki atriða og fáeinir tugir þátttakenda gefa upplýsingar um þyngd atriða. Þegar úrtak nær u.þ.b. 100 þátttakendum er unnt að huga að niðurstöðum um tengsl atriða við mælitækið, innbyrðis þyngdarröð eða tengslum við aðrar breytur. Nokkur hundruð þátttakendur þarf hins vegar til að kanna þáttabyggingu eða skoða þyngd eða fylgni eftir undirhópum, og um 500 til 800 þarf til að kanna einkenni svarferlalíkana. Almennt yfirlit um algengustu aðferðir við atriðagreiningu má m.a. finna hjá Crocker og Algina (1986). Þyngd prófatriða eða hlutfall svara á svarmöguleika gefur mikilvægar upplýsingar um próffræðilega eiginleika staðfærðrar þýðingar í heild (Crocker og Algina, 1986). Gagnlegt er að nota aðferðir tengdar atriða- bundnum hópamun (differential item func- tioning) til að bera þyngd þýddra atriða saman við þyngd í frumútgáfu og einnig athuga hvort meðaltöl skilgreindra hópa fylgi sama mynstri og í frumútgáfu (t.d. eftir aldri eða kyni, van de Vijver og Hambleton, 1996). Atriðabundinn hópamunur felst í að atriði hafi ólíka próffræðilega eiginleika í skilgreindum hópum og að breytileikinn sé óháður getumun (Thissen, Steinberg og Gerrard, 1986). Algeng- ustu aðferðir á þessu sviði, Mantel-Haenszel kí- kvaðrat og SIBTEST, henta illa í þýðingar-og staðfærsluverkefnum því úrtök í forprófunum Þýðing og staðfærsla á spurningalistum og prófum

x

Tímarit um menntarannsóknir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit um menntarannsóknir
https://timarit.is/publication/1140

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.