Tímarit um menntarannsóknir - 01.01.2005, Side 77

Tímarit um menntarannsóknir - 01.01.2005, Side 77
77 Tímarit um menntarannsóknir, 2. árgangur 2005 eru almennt minni en til þarf og nauðsynlegt er að hafa upplýsingar um svör þátttakenda við atriðum í báðum útgáfum (Clauser og Mazor, 1998). Aðferðir sem ráða við lítil úrtök og styðjast einungis við þyngd atriða eru raunhæfari valkostir, til dæmis Delta-rit (delta-plot) (Angoff, 1982) og lagskipt p-gildi (conditional p-value, Dorans, 1989). Nýlegt yfirlit um þessar aðferðir má finna í Sireci, Patsula og Hambleton (2005). Þegar unnið er með Likert-kvarða er mikilvægt að huga að því hvernig svör dreifast á kvarðana (Crocker og Algina, 1986). Í sumum tilvikum beita samsvarandi markhópar svarkvörðum með ólíkum hætti eftir menningarsvæðum. Dæmi eru um að menningarmunur felist í hvernig jákvæðar staðhæfingar um þátttakanda eru túlkaðar (Baumgartner og Steenkamp, 2001; Tanzer, 1995), hvernig sterkustu afstöðupunktar eru notaðir (Arce-Ferrer, 2005; van Herk, Poortinga og Verhallen, 2004), eða að staðhæfingar með jákvæðri og neikvæðri afstöðu séu túlkaðar með ólíkum hætti (Baumgartner og Steenkamp, 2001; Wong, Rindfleisch og Burroughs, 2003). Vegna þessa getur verið erfitt að flytja mælitæki á sumum hugsmíðum milli menningarsvæða. Mikilvægt er að skoða innbyrðis tengsl atriða eða undirprófa þegar á forprófunarstigi til að geta brugðist við ef staðfærð þýðing mælir hugsmíð með öðrum hætti en frumgerð mælitækisins gerir (Gierl, 2000; van de Vijver og Leung, 1997). Þáttagreining er aðferð sem lítur á innbyrðis tengsl allra atriða samtímis, helstu afbrigði hennar eru hefðbundin þáttagreining (factor analysis) og stýrð þáttagreining (confirmatory factor analysis, McDonald, 1985). Síðari leiðin er betri kostur því hún gerir kleift að skilgreina líkan af byggingu mælitækisins, út frá fræðilegu líkani eða tengslum í frumútgáfu mælitækis, og prófa hvort innbyrðis tengsl atriða reynist í samræmi við það líkan (Bollen, 1989; van de Vijver og Poortinga, 2002). Þegar úrtök í forprófunum eru lítil reynist ekki unnt að kanna byggingu mælitækisins með markvissum hætti fyrr en úrtökum vegna stöðlunar eða notkunar er safnað. Þá er æskilegt að skoða innbyrðis fylgni einstakra atriða eða undirprófa í leit að tengslum sem reynast óeðlilega veik eða sterk. Gagnlegt er að kanna tengsl þýðingar og staðfærslu við breytur sem fræðilegur bakgrunnur hugsmíðar bendir til að mælitækið tengist, t.d. kyn, menntun, aldur eða breytur sem hugsmíð tengist. Upplýsingar um slík tengsl eru mikilvægar til að meta gæði staðfærðrar þýðingar og réttmæti hennar (van de Vijver og Leung, 1997; van de Vijver og Poortinga, 1997). Sjaldan er unnt að afla upplýsinga um tengsl við slíkar breytur að nokkru marki í forprófunum, en sé það unnt getur mikið áunnist. Stöðlun Þegar unnið er með stöðluð greiningartæki er stöðlunarhluti einn þáttur ferlisins. Gögnum til að útbúa viðmið eða staðla er þá safnað með kerfisbundnu úrtaki sem endurspeglar markhópinn. Þessi viðmið eru forsenda þess að unnt sé að leggja mat á stöðu einstaklinga og greina styrk- og veikleika þeirra og eru þau nauðsynleg í allri greiningarvinnu (Crocker og Algina, 1986; Angoff, 1971). Mikilvægt er að skilgreina vandlega markhóp og að draga fram úrtak sem endurspeglar hann sem allra best. Allajafna er eðlilegt að fylgja sömu útfærslum á fyrirlögn, stigakvörðum, aldursbilum og úrtaki og gert er í frumútgáfu. Þó er nauðsynlegt að huga að því hvort eitthvað stangist á við aðstæður hér. Má þar benda á atriði eins og fyrir hvaða undirhópa viðmið eru nauðsynleg, breidd aldursbila og tengingu mælitalna við túlkun. Stöðlunarferlið er mjög sérhæfður hluti próffræðivinnu sem einungis á við um sum mælitæki og því ekki vikið að honum frekar hér heldur bent á ítarlega umfjöllun hjá Peterson, Kolen og Hoover (1989) og Angoff (1971). Útgáfa Þessi hluti ferlisins felst í að gera staðfærða þýðingu mælitækis og upplýsingar um hana aðgengilegar hugsanlegum notendum, rannsakendum eða starfandi fagaðilum Þýðing og staðfærsla á spurningalistum og prófum

x

Tímarit um menntarannsóknir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit um menntarannsóknir
https://timarit.is/publication/1140

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.