Tímarit um menntarannsóknir - 01.01.2005, Page 82

Tímarit um menntarannsóknir - 01.01.2005, Page 82
82 Um höfunda Ásta Bjarnadóttir er lektor og forstöðumaður B.Sc.-náms í viðskiptafræði við Háskólann í Reykjavík. Hún lauk B.A.-prófi í sálfræði frá Háskóla Íslands og M.A.- og Ph.d.-prófi í vinnu- og skipulagssálfræði frá Háskólanum í Minnesota. Áður en hún gekk til liðs við HR starfaði hún sem starfsmannastjóri hjá Baugi og Íslenskri erfðagreiningu. Rannsóknasvið hennar eru mannauðsstjórnun og vinnusálfræði. Netfang: asta@ru.is Börkur Hansen er prófessor við Kennaraháskóla Íslands. Hann er doktor í stjórnsýslufræðum frá Albertaháskóla í Kanada. Rannsóknir hans eru einkum á sviði stjórnunar skóla. Þar má nefna störf skólastjórnenda, valddreifingu í skólum, viðhorf kennara til starfa sinna og starfsumhverfis, skólaþróun og skólasögu. Netfang: borkur@khi.is Jóhanna Einarsdóttir er dósent við Kennaraháskóla Íslands. Hún lauk doktorsprófi frá University of Illinois árið 2000. Áhuga- og fræðasvið hennar er menntunarfræði yngri barna og hefur hún gert rannsóknir á sviði leikskólans og í yngri bekkjum grunnskóla. Nú vinnur hún að rannsóknum þar sem sjónum er beint að sýn barna á umhverfi sitt. Netfang: joein@khi.is Kristín Karlsdóttir er lektor við Kennaraháskóla Íslands. Hún lauk M.Ed.–gráðu í uppeldis- og kennslufræði frá KHÍ árið 2001. Áhuga- og fræðasvið hennar tengjast aðferðum við að hvetja kennaranema til að ígrunda og tengja fræði og starf á vettvangi. Einnig tengjast þau mismunandi hugmyndum um nám leikskólabarna og þátt leikskólakennara í því. Nú vinnur hún að rannsóknum á áhrifum hugmynda Reggio Emilia á íslenskt leikskólastarf. Netfang: krika@khi.is Kristjana Stella Blöndal er aðstoðarforstöðumaður Félagsvísindastofnunar Háskóla Íslands. Hún lauk M.A.-próf í uppeldis- og menntunarfræði frá Félagsvísindadeild HÍ. Rannsóknir hennar á sviði menntamála hafa einkum beinst að námsferli og brotthvarfi ungmenna á framhaldsskólastigi. Netfang: kb@hi.is Ólafur H. Jóhannsson er lektor við Kennaraháskóla Íslands. Hann hefur meistarapróf í stjórnsýslufræðum frá Bristolháskóla í Englandi. Rannsóknir hans eru einkum á sviði stjórnunar skóla. Þar má nefna störf skólastjórnenda, valddreifingu í skólum, viðhorf kennara til starfa sinna og starfsumhverfis, grunnskóla í ólíkum byggðarlögum, skólaþróun, áhrif endurmenntunar og skólasögu. Netfang: ohj@khi.is Sigrún Aðalbjarnardóttir er prófessor í uppeldis- og menntunarfræði við Félagsvísindadeild Háskóla Íslands. Hún er með doktorspróf frá Harvardháskóla í Bandaríkjunum. Helstu rann- sóknasvið hennar eru: Áhættuhegðun (vímuefnaneysla, námsgengi) og seigla ungs fólks í ljósi ýmissa uppeldislegra, sálrænna, félagslegra og menningarlegra þátta; samskiptahæfni og félags- og siðferðisþroski barna og unglinga; menntun á sviði borgaravitundar; uppeldissýn kennara og lífssögur; skólaþróun.v Netfang: sa@hi.is Sigurgrímur Skúlason er sviðsstjóri hjá Námsmatsstofnun. Hann starfar við prófagerð, úrvinnslu prófniðurstaðna og þróun prófanna. Hann lauk meistaraprófi í próffræði og tölfræði frá Háskólanum í Iowa og doktorsprófi í próffræði og matsfræðum frá sama skóla. Auk starfa sem tengjast samræmdum prófum hefur Sigurgrímur átt hlut að fjölbreytilegum rannsóknarverkefnum innan skólakerfisins, þ.á m. um kynjamun í námsárangri og áhrif verkfalls á nemendur. Rannsóknir tengdar prófagerð lúta meðal annars að réttmæti prófa og að þýðingu og staðfærslu prófa. Netfang: sigsk@namsmat.is Steinunn Helga Lárusdóttir er lektor við Kennaraháskóla Íslands. Hún hefur stundað doktorsnám í stjórnsýslufræðum við Kennaramenntunarstofnun Lundúnaháskóla frá 2004. Hún lauk Diplóma (ársnám) í mati á skólastarfi frá sama skóla árið 1998. Steinunn tók meistarapróf í stjórnsýslufræðum frá Illinoisháskóla í Urbana-Champaign í Bandaríkjunum árið 1982. Rannsóknir hennar eru einkum á sviði stjórnunar skóla. Þar má nefna störf skólastjórnenda, valddreifingu í skólum, viðhorf kennara til starfa sinna og lífgildi leiðtoga. Netfang:shl@khi.is Tímarit um menntarannsóknir, 2. árgangur 2005

x

Tímarit um menntarannsóknir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit um menntarannsóknir
https://timarit.is/publication/1140

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.