Tímarit um menntarannsóknir - 01.01.2005, Síða 82

Tímarit um menntarannsóknir - 01.01.2005, Síða 82
82 Um höfunda Ásta Bjarnadóttir er lektor og forstöðumaður B.Sc.-náms í viðskiptafræði við Háskólann í Reykjavík. Hún lauk B.A.-prófi í sálfræði frá Háskóla Íslands og M.A.- og Ph.d.-prófi í vinnu- og skipulagssálfræði frá Háskólanum í Minnesota. Áður en hún gekk til liðs við HR starfaði hún sem starfsmannastjóri hjá Baugi og Íslenskri erfðagreiningu. Rannsóknasvið hennar eru mannauðsstjórnun og vinnusálfræði. Netfang: asta@ru.is Börkur Hansen er prófessor við Kennaraháskóla Íslands. Hann er doktor í stjórnsýslufræðum frá Albertaháskóla í Kanada. Rannsóknir hans eru einkum á sviði stjórnunar skóla. Þar má nefna störf skólastjórnenda, valddreifingu í skólum, viðhorf kennara til starfa sinna og starfsumhverfis, skólaþróun og skólasögu. Netfang: borkur@khi.is Jóhanna Einarsdóttir er dósent við Kennaraháskóla Íslands. Hún lauk doktorsprófi frá University of Illinois árið 2000. Áhuga- og fræðasvið hennar er menntunarfræði yngri barna og hefur hún gert rannsóknir á sviði leikskólans og í yngri bekkjum grunnskóla. Nú vinnur hún að rannsóknum þar sem sjónum er beint að sýn barna á umhverfi sitt. Netfang: joein@khi.is Kristín Karlsdóttir er lektor við Kennaraháskóla Íslands. Hún lauk M.Ed.–gráðu í uppeldis- og kennslufræði frá KHÍ árið 2001. Áhuga- og fræðasvið hennar tengjast aðferðum við að hvetja kennaranema til að ígrunda og tengja fræði og starf á vettvangi. Einnig tengjast þau mismunandi hugmyndum um nám leikskólabarna og þátt leikskólakennara í því. Nú vinnur hún að rannsóknum á áhrifum hugmynda Reggio Emilia á íslenskt leikskólastarf. Netfang: krika@khi.is Kristjana Stella Blöndal er aðstoðarforstöðumaður Félagsvísindastofnunar Háskóla Íslands. Hún lauk M.A.-próf í uppeldis- og menntunarfræði frá Félagsvísindadeild HÍ. Rannsóknir hennar á sviði menntamála hafa einkum beinst að námsferli og brotthvarfi ungmenna á framhaldsskólastigi. Netfang: kb@hi.is Ólafur H. Jóhannsson er lektor við Kennaraháskóla Íslands. Hann hefur meistarapróf í stjórnsýslufræðum frá Bristolháskóla í Englandi. Rannsóknir hans eru einkum á sviði stjórnunar skóla. Þar má nefna störf skólastjórnenda, valddreifingu í skólum, viðhorf kennara til starfa sinna og starfsumhverfis, grunnskóla í ólíkum byggðarlögum, skólaþróun, áhrif endurmenntunar og skólasögu. Netfang: ohj@khi.is Sigrún Aðalbjarnardóttir er prófessor í uppeldis- og menntunarfræði við Félagsvísindadeild Háskóla Íslands. Hún er með doktorspróf frá Harvardháskóla í Bandaríkjunum. Helstu rann- sóknasvið hennar eru: Áhættuhegðun (vímuefnaneysla, námsgengi) og seigla ungs fólks í ljósi ýmissa uppeldislegra, sálrænna, félagslegra og menningarlegra þátta; samskiptahæfni og félags- og siðferðisþroski barna og unglinga; menntun á sviði borgaravitundar; uppeldissýn kennara og lífssögur; skólaþróun.v Netfang: sa@hi.is Sigurgrímur Skúlason er sviðsstjóri hjá Námsmatsstofnun. Hann starfar við prófagerð, úrvinnslu prófniðurstaðna og þróun prófanna. Hann lauk meistaraprófi í próffræði og tölfræði frá Háskólanum í Iowa og doktorsprófi í próffræði og matsfræðum frá sama skóla. Auk starfa sem tengjast samræmdum prófum hefur Sigurgrímur átt hlut að fjölbreytilegum rannsóknarverkefnum innan skólakerfisins, þ.á m. um kynjamun í námsárangri og áhrif verkfalls á nemendur. Rannsóknir tengdar prófagerð lúta meðal annars að réttmæti prófa og að þýðingu og staðfærslu prófa. Netfang: sigsk@namsmat.is Steinunn Helga Lárusdóttir er lektor við Kennaraháskóla Íslands. Hún hefur stundað doktorsnám í stjórnsýslufræðum við Kennaramenntunarstofnun Lundúnaháskóla frá 2004. Hún lauk Diplóma (ársnám) í mati á skólastarfi frá sama skóla árið 1998. Steinunn tók meistarapróf í stjórnsýslufræðum frá Illinoisháskóla í Urbana-Champaign í Bandaríkjunum árið 1982. Rannsóknir hennar eru einkum á sviði stjórnunar skóla. Þar má nefna störf skólastjórnenda, valddreifingu í skólum, viðhorf kennara til starfa sinna og lífgildi leiðtoga. Netfang:shl@khi.is Tímarit um menntarannsóknir, 2. árgangur 2005
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88

x

Tímarit um menntarannsóknir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit um menntarannsóknir
https://timarit.is/publication/1140

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.