Gripla - 01.01.1998, Blaðsíða 11
„EI SKAL HALTR GANGA'
9
medius, að vísu ofinn með kurteislegu orðbragði hirðar og hofmennsku. Smá-
sögumar væm hins vegar ritaðar í lágum stfl, sermo humilis, eða lágum máls-
hœtti, eins og stíltegundin er stundum kölluð í íslenskum miðaldaverkum.
I öði u lagi vil ég nefna þann flokk sem JauB kallar modus recipiendi, þ.e.
hvemig brugðist er við verkunum, við hvaða efni áheyrendur búast. Þar
minnist JauB einkum á viðhorfið til sanninda verksins, hvort lögð var áhersla
á í textanum að menn tryðu frásögninni eða höfundamir túlkuðu hana, legðu
í hana ákveðna merkingu (sen eða sensus). — Þetta hugtak þekkir Olafur
hvítaskáld Þórðarson (1884:56). — Sagnaskáldskapurinn virðist hafa gert
þær kröfur til áheyrenda að frásagnir af fortíðinni væru teknar gildar sem
sannindi (res factae, gesta), en rómönsur lögðu áherslu á að túlka mætti
ævintýralegar frásagnir, finna ætti sen þeirra.
Þar sem greining JauB miðast einkum við rómanskar bókmenntir, einkum
franskar og ítalskar, gefur auga leið að kennimörk hans geta aðeins verið til
leiðsagnar við greiningu íslenskra miðaldabókmennta, enda þótt fullyrða
megi að íslenskir frásagnarmenn á 13. og 14. öld hafi haft jafnmikið gagn af
mælsku- og skáldskaparfræðum og starfsbræður þeirra í Evrópu.3 Og sé litið
á Gunnlaugs sögu með þau í huga, kemur í ljós að sum einkenni hennar eiga
heima með sagnaskáldskap eða epos, önnur með rómönsum eða riddara-
bókmenntum og niðurstaða þeirra athugunar félli ekki langt frá skoðun
Bjöms M. Olsen sem ég drap á hér í upphafi. En lítum nú á nokkur málsefni
sem skýra mætti stöðu sögunnar innan íslenskra bókmennta.
2
Gunnlaugs saga hefur varðveist í tveimur skinnbókum, Sth perg 18 4to (A)
sem skrifað er á fyrra helmingi 14. aldar og AM 557 4to (B) frá fyrra hluta
15. aldar. Sagan hefur verið talin sett saman á síðustu áratugum 13. aldar.4
3 Þetta kemur líka glöggt fram í tilraunum sem gerðar hafa verið til flokka bókmenntir 14.
aldar eftir aðferðum JauB. f Grettis sögu er t.d. slengt saman ýmsum ffásagnaratriðum sem ein-
kenna riddarasögur, fábyljur eða raunsæisbókmenntir og ekki unnt að sjá að sögusmiðurinn hafi
viljað halda þessum einkennum aðgreindum. Um þessa annmarka við að nota greiningu JauB um
íslenskar fombókmenntir hefur Ömólfur Thorsson fjallað í riti um Grettis sögu sem væntanlega
kemur út innan tíðar. Gagnrýni Pauls Zumthors (1992:118-120) beinist einkum að rómönskum
kveðskap og vandkvæðum við flokkun hans.
4 f bók sinni um Gunnlaugs sögu taldi Bjöm M. Ólsen (1911:54) söguna skrifaða „henimod
Slumingen af det 13. Aarhundrede" en í fyrirlestrum sínum hefur hann aðeins dregið í land, því
að hann segir hana ekki eldri en „ffá síðari helming 13. aldar“ (1939:8). Við tímasemingu Bjöms
hafa aðrir fræðimenn yfirleitt stuðst.