Gripla - 01.01.1998, Blaðsíða 205
SKÁLDIN ÞRJÚ OG ÞJÓÐIN
203
tilfinningalegar (sjá Furst 1969:32-33). Yfir þessum forboða rómantísku
stefnunnar gnæfði Shakespeare sem keppti við Prómeþeif (Mayer 1962:390).
En þar var ekki við mann að eiga heldur einn hinna hamrömmu Títana sem
vildi ekki una því að Seifur tæki eldinn frá mönnunum og beitir enn vélum og
nær aftur eldinum leynilega á Ólympstindi, felur hann innan í reyrlegg og
færir hann mönnunum (Stoll 1871:23). í þessari samlíkingu og leiðrétta
kvæðinu Prómeþeifi gerir Goethe grein fyrir óheftri einstaklingshyggju sem
ekkert sé ókleift, og er því ekki að undra að Sturm und Drang tímabilið hefur
einnig verið kallað „Geniezeit".
í formálanum að síðari hluta Volkslieder (1779:31) kallar J.G. Herder
Ariosto stórmeistara m.a., en kemst um leið svo að orði að Dante sé sannar-
lega grössester Volksdichter Itala og verði það ævinlega. Þama kemur Volks-
dichter fram í merkingunni þjóðskáld, en skilgreining Herders á hugtakinu er
ekki sem nákvæmust; svo virðist sem hann viðurkenni ekki þeirra á meðal
Minnesinger, hin frægu þýsku hirðskáld á 12.-14. öld, og bendi réttilega á
það að álitamál sé hvort þeir hafi sungið ljóð sín fyrir alþýðuna (II 1779:
19-20). Enn ákveðnari var afstaða Herders til sönglistar og skáldskapar
borgarskrílsins, sem hann viðurkenndi ekki sem hluta þjóðarinnar (II 1779:
31).2 I Volkslieder eru að auki ljóð nafngreindra skálda, m.a. eftir Shake-
speare (I 1778:144-145, 146-151) og Goethe (II 1779:2-3), og kemur þar
fram sá skilningur Herders að þjóðkvæði gengju ekki eingöngu í munn-
mælum þar sem ákvarða mætti sögulega lagskiptingu, heldur skildi hann þau
sem ótímabundinn, starfrænan kraft sem ryður sér til rúms í öllum sönnum
skáldskap, eða eins og Hermann Bausinger (1968:13) orðar það:
Volksdichtung war und blieb eben nicht nur die miindliche Úber-
lieferung, deren historische Schichten, man hatte bestimmen können,
sondem sie war fúr ihn ein zeitloses Agens, das alle wahre Poesie
durchdringt.
Eins og sjá má nær hugtakið þjóðkvæði í ritum Herders bæði yfir kvæði sem
þjóðin, þ.e.a.s. þjóðarandinn, hafði skapað og kvæði sem nafngreind skáld
höfðu ort í anda þjóðarinnar.
2.2 Schlegelhrœður og rómantíska stefnan — þjóðlegir skáldsnillingar
I tímaritinu Athenáum, „fæðingarvottorði rómantísku stefnunnar“, sem þýsku
bókmenntafræðingamir Friedrich (1772-1829) og August Wilhelm Schlegel
2 „Volk heisst nicht der Pöbel auf der Gassen, der singt und dichtet niemals."