Gripla - 01.01.1998, Blaðsíða 17
„EI SKAL HALTR GANGA'
15
evrópskum ævisögum biskupa frá 12. öld og teygir sig hingað til lands, m.a.
í lýsingum Páls sögu biskups á bömum Jóns Loftssonar. Frægast þessara
verka um hæverska siðu er De arte honeste arnandi eftir Andreas Capellanus
frá síðari hluta 12. aldar. Það verk snýst þó einkum um kurteisa eða hæverska
ást, enda þótt þar sé einnig drepið á hvemig hirðmenn og aðalsmenn eigi að
koma fram, einkum við konur. En það voru samt ekki lærdómsritin um siðina
sem mest höfðu áhrifin á hegðan ungra höfðingja á 12. og 13. öld heldur
ljóðsögumar um riddarana við hirð Artúrs konungs.
Sá maður sem vildi vera öðrum fremri í návist stórhöfðingja skyldi hafa til
að bera allmarga kosti: hann þarf að vera hraustur, örlátur, vitur og þolin-
móður og kunna að haga orðum sínum í hófi, koma fram við konunga og
jarla af festu og einurð en brjóta hvergi gegn ákveðnum umgengnisvenjum.
Þessar siðareglur riddara og lærðra manna voru nefndar á latínu curilitas, sem
þýða mætti sem kurteisi, hæversku, en ytri siðfágunin var nefnd urbanitas.
Hver riddari varð líka að sanna sig, siði hans og framkomu skyldi reyna,
probitas morum. Enginn riddari eða aðalsmaður sem ekki var þessum dygð-
um prýddur, var verður þess að kona elskaði hann. Þessum mannkostum er
best lýst í riddarasögum; þeir heyra til dygðasafni hvers göfugs drengs. Vert
er í þessu sambandi að víkja að einu atriði sem Capellanus (1892:66) varar
sérstaklega við, en það var illmælgi — og ekki skyldu menn hlæja of hátt í
návist kvenna; slíka menn væri ekki unnt að slá til riddara, enda þótt þeir
legðu sig fram þegar á ungum aldri að heimsækja höfðingja á höfuðbólum;
þeir yrðu ávallt búandkarlar og sama hve þeir mæltu digurt á mannamótum
(sjá einnig Bumke II 1990:526).
Engar beinar heimildir eru um að verk Andresar Capellanusar eða önnur
fræg rit af þessu tagi, eins og t. d. bók Thomasins frá Circlaere, Valski gestur-
inn, hafi borist hingað til lands; Disciplina clericalis, eða Klerkafræði er og
ekki þýtt fyrr en á 14. öld. En rit þar sem boðskapar hæversku gætir, berast til
norrænna manna þegar um og eftir miðja 13. öld. Eg gríp hér niður í alþekktri
þýddri riddarasögu, ívens sögu, þar sem segir svo (1979:21-22):
Hvárt ert þú œrr, Kæi, er tunga þín talar æ þat er illt er ok kannt eigi
þat er gott er, ok verði þín tunga bglvut er hon kann aldregi yfir sinni
illsku at þegja ok jafnan spottar þú þér betri menn ok allir hata þik
fyrir þína tungu, þeir er til þín spyrja, ok æ man þíns nafns getit at illu
meðan heimurinn stendr.
Menn skyldu sérstaklega taka eftir orðalaginu: jafnan spottar þú þér betri