Gripla - 01.01.1998, Blaðsíða 210
208
GRIPLA
Frakka, Rollantskvæði (Chanson de Roland); lýsir Friedrich Schlegel (II
1815:266-267) hvemig þeim skáldskap og öðrum skyldum varð frekara lífs
auðið fram á daga Ariostos, en á krossferðatímabilinu voru sagnimar af af-
rekum Karls, af orustunni við Roncevalles (Rúnzíval) og falli Rollants, færð-
ar að fullu í búning krossferðar, til góðs fordæmis fyrir riddarana og kross-
farana sem á hlýddu. En smám saman juku menn í sögu Karls öllum soldán-
um og töfrum gjörvallra Austurlanda, færðu þetta ótæpilega í stílinn, og all-
snemma virðast bæði skringilegir menn og kvæði hafa bæst við óðum. Þann-
ig brast hin sögulega undirstaða kvæðisins um afrek og styrjaldir Karls mikla
og kappa hans og úr henni varð umgjörðin eintóm þar sem koma mátti fyrir
að vild hvers kyns skáldskap og gefa hugarfluginu lausan tauminn. Eru þetta
orð að sönnu, því að auk höfuðfyrirmyndarinnar, Orlando innammorato (‘Or-
lando ástfangna’) eftir ítalska skáldið Matteo Maria Boiardo (1441-1494) þar
sem hið sögulega baksvið er barátta kristinna manna og Serkja, gætir einnig
rómverskra áhrifa einkum úr Metamorphoses (‘Myndbreytingum’) eftir
Ovidíus, Eneasarkviðu eftir Virgilíus og Thebais eftir Statíus, fransks og
ítalsks sagnaskáldskapar, fjölmargra ævintýraminna og kvæða um æsilega
atburði, sem sungin voru m.a. á mörkuðum og skáldið hefur þekkt bæði í riti
og munnmælum. Einnig mun Ariosto hafa þekkt efnið í miðháþýsku kvæða-
bálkunum Nibelungenlied og Kudrun. Frenzel (1962:53) staðhæfir að Ariosto
hafi þama gegnt merkilegu hlutverki því að þekkingin á hinum eiginlegu og
upprunalegu hetjukvæðum á tímabilinu frá því á 12. og fram á 14. öld um
Karl mikla, Rollant og Artúr konung hinn breska hefði annars glatast að
mestu leyti. Astæðan til þess var að um 1500 voru þau jafnvel að verða
óskiljanleg Frökkum og lifði nú öll sagnahefðin um þremenningana áfram um
aldaraðir nær eingöngu í því formi sem Ariosto hafði búið henni. Sagna-
kvæðið um Orlando furioso varð geysilega útbreitt bæði á bókum og í munn-
mælum.
Tasso hefur öðlast mesta frægð fyrir „hetjukvæðið“ Gerusalemme liberata,
Frelsun Jerúsalemsborgar, undan hinum vantrúuðu. Friedrich Schlegel (II
1815:98-99) hælir Tasso fyrir efnisvalið þar eð krossferðimar tengi gnóttir
riddaramennskunnar og dásemdanna við alvöru sögulegra sanninda. Þetta
frækna skáld hafi ekki einungis verið gagntekið af skáldlegum heldur einnig
þjóðræknum eldmóði fyrir málstað kristindómsins.
Grímur Thomsen (1843:5) telur að á Ítalíu hafí Dante og „dernæst Tasso
og Ariosto“ verið „Nationalgenier“ og kallar þá „Romantikens Fædre (mærk-
værdigt nok, at den romantiske Poesi skulde skyde op af classisk Jordbund),
som afspeilede Korstogene og Riddertiden i deres herlige Epopeer.“