Gripla - 01.01.1998, Blaðsíða 233
SKÁLDIN ÞRJÚ OG ÞJÓÐIN
231
hætti, því að slíkum höfðingjum hæfðu dýrir hættir sem að fomu fyrir virð-
ingar sakir; mun vart nokkurt kvæði hafa verið dýrar kveðið til heiðurs Jóni
forseta eða honum til heilla nema Kvæði flutt af ungum námsmönnum í
Reykjavík við komu Jóns Sigurðssonar frá Kaupmannahöfn, sumarið 1865,
en þennan flokk tvítugan orti Matthías Jochumsson undir töglagi (Sigurður
Nordal 1961 :xvii, 108). Þar að auki mun þá enn hafa eimt nokkuð eftir af
þeirri trú að máttur kvæða færi allmjög eftir dýrleika og þess vegna rétt að
spara hvergi rímið til fararheilla oddvita þjóðfrelsishreyfmgarinnar, hvort sem
um var að ræða sjólag eða þinghald. Þá voru sjóferðir enn mjög undir nátt-
úruöflunum komnar og því hefst kvæðið svo: „Byr um gráð þig beri / bug-
þægur, flugnægur.“ A lýsingarorðunum sést að Jónas hefur haft trú á stig-
magnaðri endurtekningu; vindurinn yrði bæði að vera hentugur og nægur til
að skipið flygi áfram. En einnig hefur hann ort kvæði undir dýrum fomhátt-
um, svo sem dróttkvæðum hætti, með jafneinföldu orðalagi og hann hafi
engu síður ætlað þau börnum en fullorðnum.
Ennfremur hefur Jónas viljað koma til móts við áunninn smekk þjóðar-
innar fyrir innrími. Bæði kvæðin, Á gömlu leiði og Hugnun, eru undir sama
hætti, en í hinu síðara og yngra er spænska redondillan orðin hringhend.
Eins og sjá má hafa gamlar skáldskaparhefðir átt greiða leið í kvæði Jón-
asar Hallgrímssonar og virðast sóma sér þar hið besta í bland við sköpunar-
gáfu einstaklingsins, en fróðlegt væri að hyggja enn frekar að hugmyndum
Jónasar Hallgnmssonar um frumleika.
I ritdómnum Um rímur af Tistrani og Indíönu bendir Jónas (1837:19) ekki
einungis á
hvað mikjið honum sje ábótavant, þessum /o'eðskap, og hvursu það
sje fjarstætt, að hann gjeti heitið .sÁá/c/skapur
heldur veitist einnig að Sigurði Breiðfjörð fyrir að hafa verið „að kveða ifir
söguna“ (1837:22). Hún sé „ligasaga“ (1837:19), en reyndar finnst Jónasi „að
einu“ gildi,
hvurt hún er sönn eða ekkji, ef hún væri falleg á annað borð — ef það
væri nokkur þíðing í henni og nokkur skáldskapur,
en af henni sé „ekkjert að læra“ (1837:20). Þá mislíkar Jónasi mjög að „það
sem skáldskapurinn hefði gjetað verið mestur í“ ástinni
á milli Tistrans og Indíönu, ... og hvumig þau stríddu við hana í sálu
sinni; og, á hinn bóginn, öfundin í Rauðrekji og drottnunar-gjimdin,