Gripla - 01.01.1998, Blaðsíða 226
224
GRIPLA
1842) þannig í kvæðasafnið mikla, Des Knaben Wunderhorn, sem þeir gáfu
svo út á árunum 1805-1808, að undirtitillinn varð Alte deutsche Lieder. Svo
mjög höfðu tímamir breyst frá árunum 1778-1779 þegar Johann Gottfried
Herder hafði kappkostað að hafa kvæði frá sem flestum þjóðum í hinu fræga
safni Volkslieder. En samt skilgreindu þeir þremenningamir hugtakið þjóð-
kvæði4 að svipuðum hætti og Herder, t.d. töldu þeir kvæði þekktra höfunda
geta verið þjóðkvæði, og formálinn sem von Amim samdi að ritinu heitir
einfaldlega „Von Volksliedem" og var það rökrétt frá framangreindu sjónar-
miði. Við útgáfu þessa mikla og fjölbreytta kvæðasafns urðu vatnaskil í þýskri
ljóðlist. Hermann Paul kemst svo að orði (1891:64) að safnið hafi verið
eine Fundgrube echt poetischer Situationen, Motive, charakterischer
Ziige. Und diese Fundgrube ist reichlich ausgeschöpft. Die Lyrik des
19. Jahrhunderts ware ohne sie nicht denkbar.
Danski bókmenntafræðingurinn Georg Brandes fór nær anda ljóðanna
þegar hann komst svo að orði (1891:345) um þetta safn sem bar höfuð og
herðar yfir öll þjóðleg, þýsk kvæðasöfn fram að þeim tíma:
Her ansloges den Naturtone, der mange Aar igjennem gav den roman-
tiske og efterromantiske Lyrik dens Friskhed og fulde Klang.
Það er engin tilviljun að Brandes skuli hafa látið „Naturtone“ vera frumlagið
í aðalsetningunni því að skáldin Eichendorff, Mörike, Uhland og Heine — sá
síðastnefndi var samt ekki eins fastur í skáldskaparrásinni og hinir, — reyndu
ekki beinlínis að stæla þjóðkvæðin heldur að endurskapa látleysi þeirra í eigin
kvæðum (Furst 1969:263). Með því að yrkja að þessum hætti höfðu þau valið
að fylgja Aatarpoesie í skáldskap en ekki Kunstpoesie, andstæðu hennar, en
báðar voru þær bókmenntalegar meginstoðir ‘altæka skáldskaparins’, (Uni-
versalpoesie), hugtaksins víðlenda; samkvæmt skáldskaparfræðum Friedrich
Schlegels var rómantíski skáldskapurinn framsækinn, altækur skáldskapur.
En þessar hugmyndir Schlegels höfðu að nokkru glatað fyrra gildi þegar
hér var komið sögu, þótt ekki væri liðinn nema tæpur áratugur frá því að þær
voru fyrst settar fram 1798 í hinu fræga 116. Broti í tímaritinu Athendum
(Heinrich 1984:75). Nú var lögð höfuðáhersla á hin þjóðlegu einkenni skáld-
skaparins eins og greinilega kemur fram í verkum Achims von Amims og
4 Volks- merkir ‘alþýðu-’ í samsettum orðum en ‘þjóð-’ skírskoti það til lands. Hér er hins
vegar þess að gæta að á þessum tímum og raunar mestalla 19. öldina hefði það verið þýtt þjóö-,
eins og Volkssage hjá Konrad Maurer í Islandische Volkssagen der Gegenwart varð þjóösaga hjá
Jóni Ámasyni, sbr. Islenzkar þjóösögur og œfintýri (1862-1864).