Gripla - 01.01.1998, Blaðsíða 251
SKÁLDIN ÞRJÚ OG ÞJÓÐIN
249
og vegna þess að Grímur var dulur maður einnig í ljóðunum hafa menn reynt
að ráða í söguljóðin til að komast að sem flestu um vist, „gesta vist“ hefði
Tóki Tókason sagt, í utanríkisþjónustunni dönsku. Því miður vill það stund-
um gleymast að Grímur var áhugamaður mikill um sagnfræði í flestra kvik-
inda líki og sé litið á söguljóð hans í heild kemur það óhjákvæmilega í ljós að
Grímur var, hvort sem hann gerði sér grein fyrir því eða ekki, að leggja
grunninn að íslenskum söguljóðum og honum tókst að sýna fram á það með
fögru myndmáli og útsmognu eins og lýsingarorðinu „ilbleikir" í Amljóti
gellina að vekja listræna forvitni. Þá er það ennfremur umhugsunarefni hve
nærfærinn hann var í sögufræðslunni. Þannig bar hann blak af Daða í Snóks-
dal fyrir að koma í hendur umboðsmanna danska konungsvaldsins Jóni Ara-
syni biskupi og sonum hans, Ara lögmanni og síra Bimi, fyrir það eitt að vilja
halda uppi landslögum. Hann hafnar gersamlega túlkun þjóðfrelsishreyfingar-
innar á hlutverki katólsku kirkjunnar í baráttu gegn kúgun danska valdsins,
hummar fram af sér vísu Jóns Arasonar um hina vondslegu blekkingu verald-
arinnar sem endar með hendingunum: „að ég skal dæmdur af danskri slekt /
og deyja svo fyrir kóngsins mekt“ þar sem ekki vottar einu sinni fyrir trú-
fræðilegu mati biskups á ástandinu. Hann gerir þetta í þeirri vissu að rétt sé að
lýsa atburðum í samræmi við gildar skoðanir hvers tíma. Annars geti menn
ekki áttað sig á því að allir atburðir séu að einhverju leyti einstakir; enginn
geti gerst nákvæmlega tvisvar og skapgerð manna sé einnig háð aldaranda,
ríkjandi skoðunum hvers tíma eða tímabils og hann vill freista þess að koma
aldarandanum sem best til seinni tíma kynslóða. Þess vegna yrkir hann um
hugarástand málaliðanna norrænu í Miklagarði í Væringjahvöt, með vísanim-
ar Pólotasvarf og Landeyðan úr sögu Haralds harðráða í Fornmanna sögum
(VI: 171, 178 og VII:96-97).
Engum getur blandast hugur um réttmæti þessara orða dr. Jóns Þorkels-
sonar í formálanum (1 1934:xxxii) að heildarútgáfu kvæða Gríms Thomsens:
Það hefir án efa haft mikla þýðingu fyrir kveðskaparstefnu Gríms, að
á hans yngri árum voru hinar mestu þjóðernishreyfingar um öll lönd
og eins á Norðurlöndum, og hinn svonefndi „Skandinavismus“, sem
Grímur einn íslendinga hneigðist að ...
Að vísu þýddi Grímur nokkur eddukvæði og Sigrún, Nótt, Til Svövu og
Freyjukettina eftir Bjama Thorarensen á dönsku, en ekki ber á því að hann
hafi frumort neitt á því máli í þágu eflingar norrænnar samkenndar og sam-
vinnu. En vel sést, þegar grannt er skoðað, hve hættir frændþjóðanna hafa
staðið Grími undarlega nærri hjartarótum. I Landslagi hefur hann haldið hætti