Gripla - 01.01.1998, Blaðsíða 59
MANNESKJA ER DYR OG HENNI ER HÆTT
57
konar hnökrar, sem þó er hægt að taka og beita til einhverra áhrifa — svona
eins og menn hafa í sögunni stundum tekið villijurtir og ræktað þær sér til
gagns. Þetta er ekki nægilegt. Til þess að bæta þann takmarkaða skilning sem
leiðir af því að líta á nykrað aðeins í ljósi þessarar einföldu andstæðuhugs-
unar, þarf að sjá fyrirbærið í víðara samhengi, huga meðal annars að atvikum
nykursagnarinnar og hlutverki hugarheimsvætta yfirleitt, reyna að veita
næga víkkun (amplificatio). Það er þetta, sem hér er freistað að gera.
Það er ekki þannig, að nykur sé aðeins nafn einhverrar furðuskepnu val-
innar af handahófi (sbr. finngálknað), heldur alveg sérstakrar hugarheims-
skepnu, sem mun í eðli sínu vera metafóra út úr hugarheimi (sambærileg að
því leyti, í orlofi að mæla, við guð) og persónugervingur einhverra eiginleika
og reynslu í sálarlífi mannsins. Slíkt afsannast ekki af því að nafnið og sifj-
ungur þess í skyldum málum kemur þar og í þýðingum fomum á íslenzkt eða
norrænt mál fyrir um raunveruleg vatnadýr (flóðhesta, krókódfla, sjá orða-
bækur), því að nú er um að tala dýr sem (óháð uppruna nafnsins) er orðið að
slíkri yfirfærslu hugmynda, reynslu. í því hlutverki er dýrið í senn áburðardýr
og fararskjóti atburða mannlegrar reynslu, ker sem einhver hluti reynslunnar
er látinn í með táknlegum hætti tungumálsins. En þegar upphaflega yfir-
færslan er orðin að sanngervingi í menningunni, þá er hún þar tiltæk til not-
anna, sbr. þjóðsagnir.
Skáldskapur, frásagnir nema með slíkum tækjum vemleikann upp í sig,
verða að mynd hans, og eignast með því það gildi fyrir manneskjuna að geta
í textanum endurlifað þennan veruleika sinn og lært af honum, jafnvel þótt
með ómeðvituðum hætti sé. Slíkar sögur og kvæði geta orðið þjóðsögur og
þjóðkvæði og miðlað fólki mikilsverðum reynslusannindum. A þessum
grunni hefur íslenzka (og sumpart erlenda) nykursögnin verið túlkuð hér, í
samhengi við vísur tvær: enska húsganginn um konuna frá Níger (ekki orð
um, hvort staðarheiti þetta gæti hjá fáfróðu en snjöllu ensku skáldi verið
sprottið frá skepnunni?) og dróttkvæða helminginn um fallegu konuna, sem
báðar urðu dýr. Myndhverfingin í dýr hlýtur æ að hafa verið máttug hjá fólki
sem lifði í heimsmynd andstæðunnar það ræktaða, ömgga, heima andspænis
því villta, óttalega utan við heimkynnið. Að verða dýr var að hverfa af lífi
sem manneskja.
3 Textinn sem nykur
Hjá höfundum rita um retórík, stílfræði eða skáldskaparfræði ríkir yfirleitt
viðhorf þeirra sem yrkja, rita, eða halda ræður, enda þótt markmiðið hljóti æ