Gripla - 01.01.1998, Blaðsíða 48
46
GRIPLA
marka sunnudagsbókstafir og prikstafir tímann eins og í annálsbrotinu í 1206.
Líkt og í 1206 segir r viðbótargrein við árið 1299 með yngri hendi í annáls-
uppskrift í AM 421 4to, bl. 8v: „Jon logmadur sagdj nafnbot aff h Ellendj“
(Storm 1888:liv; sbr. Jón Sigurðsson 1886:42). Gustav Storm taldi annálana
í AM 421 4to uppskrift frá því um 1650 eftir annálasamsteypu frá Bimi á
Skarðsá, en viðbótagreinamar taldi Storm frá seinni helmingi 17. aldar
(1888:li-liv). Af því sem nú er sagt er nær víst að annálsbrotið í 1206 hafi
verið gert jafnhliða annálsuppskriftum sem urðu til við bókiðju Hólamanna
um miðja 17. öld, en einhverjar annálagerðir þeirra em nú glataðar.9
Einsog fyrr segir gætir í 1206 samskonar efnis og er í Lögmannsannál,
Gottskálksannál og Laurentius sögu, helst í þeirri gerð sem er í AM 406 a I
4to. Um líkt leyti og annálauppskriftimar vom gerðar á Hólum voru þar bæði
skinnhandritin sem varðveita Laurentius sögu biskups, AM 406 a I 4to og
AM 180 b fol. Þá var á vegum Þorláks biskups Skúlasonar gerð uppskrift
eftir hinu síðamefnda og fyllt eftir hinu fyrmefnda. Sú uppskrift er varðveitt
í AM 404 4to og átti Þorlákur biskup hana 1641 (Ami Bjömsson 1969:xiv,
xxxii, xlv). Gottskálksannáll hefir án efa verið lengi á Hólastað eða þar í
grennd, Bjöm á Skarðsá notaði efni úr honunr í mest af því sem hann skrifaði
um 15. öld í sinn annál (Storm 1888:xxvi-xxvii, Annálar 1400-1800:33).
Af ofansögðu er að ráða að skrifari annálsbrotsins í 1206 hafi verið að
verki á Norðurlandi á fyrri hluta 17. aldar og ber brotið því ásamt öðru sér
lrku vitni um uppskriftaiðju þess tíma. Þótt fáar greinar sem ekki eru í þekkt-
um annálum séu í annálsbrotinu, sýnir brotið að til var sérstakur fom annáll
með efni sem nær einvörðungu laut að landstjóm á íslandi, jafnt andlegri sem
veraldlegri, greindi náið frá ferðum og atferli Guðmundar Arasonar biskups
og frá staðamálum á tíð Áma biskups Þorlákssonar, lögtöku lögbóka og hver
biskupaskipti urðu og lögmanna. Annálsbrotið í 1206 varðar leið um helstu
atburði landssögunnar eftir Guðmundar sögu biskups, Sturlunga sögu og
Árna sögu biskups og má ætla að embættismönnum fyrri alda hafi ekki verið
gagnslaus slík yfirferð í annálsformi þegar sögumar sjálfar voru ekki á allra
hendi en rifja þurfti upp dæmi úr sögunni. Á hinn bóginn væri undur ef svip-
aðar greinar og þær sem eru í þessu broti hafa ekki verið notaðar þegar settar
9 Sbr. Islandske Annaler. xxxxvi - Hér er kannski að athuga minnisgreinar Áma Magnús-
sonar sem eyðilagði víst fleiri en eina annálauppskrift, sbr. t.d. minnisgrein II fremst í AM 410
4to þar sem segir „Mig minner eg hafi haff nordan ur landi Annala Excerpta nockur litelvæg, sem
eg mun sidan eydilagt hafa ...“, ennfremur greinargerð í AM 411 4to.