Gripla - 01.01.1998, Blaðsíða 57
MANNESKJA ER DÝR OG HENNI ER HÆTT
55
ig að ógemingur verður að fallast á, að nykrað sé jafnan löstur á brag, hvað
sem Snorri og bróðursonur hans segja. Olafur skipar nykruðu til þess flokks
sem cacemphaton er nefndur, en það er ein deilitegundin í þeim mikla
mállastaflokki sem heitir soloecismus, sbr. barabarismus:
Soloecismus er löstur í samansettu máli, gjör í móti reglum réttra
málsgreina, og verður soloecismus í tveim pörtum eður fleirum. En
barbarismus í einni sögn, sem fyrr er ritað
segir Ólafur (1884:16). Er því eiginlega um að ræða sama fyrirbærið, brot
gegn lögmáli kórréttrar málfræði og hugsunar, en með þessum mun, að
barbarismus verður í einni sögn en soloecismus er ósamkvæmni eða villa í
lengra samhengi.
„Cacenphaton [ritað catenphaton í handriti og útgáfu] er kölluð ófögur
framflutning stafanna eður samstafna í einu orði eður fleirum“ (Ólafur Þórðar-
son 1884:18) (sbr. barbarismus og soloecismus). En Ólafur skipar hingað
fleiru en hljóðlýtum, t.d. því „ef maður eignar óviðurkvæmilega öðrum hlut
það, er annarr á“, svo sem: „Skíð gekk fram að flæði / flóðs í hreggi óðu“, því
að „hér er kallað að skip gengi, en það er eiginlegt mönnum eða kvikindum“
(1884:19). Og hingað setur hann einnig nykrað með þessum orðum: „Sá
löstur heyrir cacenphaton, er vér köllum nykrað eður finngálknað [finngálkað
hdr. og útg.], og verður það mest í nýgjörvingum, sem hér“, og nú koma
fimm vísuorð (1884:19), þar sem:
hér er exin kölluð í öðrum helmingi tröllkona skjaldar eður valkyrja,
en öðrum helmingi sút hjálmsins, og er svo skipt líkneskjum á hinum
sama hlut sem nykur skiptist á margar leiðir.
Þetta er það sama og Snorri talaði um áður. Hér er breytt máli, en því ekki
haldið til neinnar lengdar. Af samhengi Ólafs er að skilja, að hann telji það
ekki nykrað þegar talað er um að skíð flóðs gangi á sjónum, en ekki sagt að
þau skríði eða haft annað sagnorð sem gæti réttilega átt við skíð — enda þótt
þetta sé líka cacemphaton að hans skilningi.
Lýsing Ólafs er sérlega mikilsverð til fyllingar þeirri hugmynd sem
Snorri gaf um nykrað, því að Ólafur segir miklu meira. í fyrsta lagi koma hér
bæði fram lýsingarháttamafnorðið nykrað og grunnorðið nykur á þann hátt að
við sjáum, að enginn vafi leikur á því í huga Ólafs, að skáldskaparfyrirbærið
nykrað nefnist því nafni vegna líkingar við skepnuna nykur. í öðru lagi kemur
fram að þetta sé í samræmi við þann eiginleika skepnunnar að vera ham-
hleypa, geta birzt í margvíslegum myndum. — A þessu leikur ekki heldur