Gripla - 01.01.1998, Blaðsíða 141
ANIMADVERSIONES
139
benda á að Ásgeir Blöndal Magnússon (1989:754) styðst við skýringu Jóns í
orðasifjabók sinni. Hins vegar er allt vafasamara með skýringu Jóns á orðinu
antúr ‘leiðindahegðun’ — að það sé dregið af seinni hluta orðmynda eins og
amabantur, legebantur (bls. 37). Reyndar er allt óvíst um uppruna þessa orðs.
Ásgeir telur vafalaust að það sé tökuorð, hingað komið úr einhverju öðru
norrænu máli en hafi í öndverðu æxlast af latínu adventura sem orðið
œvintýri er runnið frá. Orðið titill er efalaust talið úr latínu en dekur tengir
Ásgeir við norræna orðstofna og telur að tilgátur um latneskan uppruna orðs-
ins fái tæpast staðist. Orðið sánta (nú stafsett sankta) í merkingunni ‘bölva,
ragna’ telur Jón að sé af lat. sanctus ‘heilagur’ og Ásgeir telur í orðsifjabók
sinni að blótsyrðismerkingin sé líklega af því runnin að nota sancti-, þ.e. alls
konar dýrlinganöfn í margs kyns svardögum og staðhæfingum og gætu
siðskiptin átt einhvem þátt í merkingarferli sagnarinnar.
Jón nefnir ýmis alkunn kirkjuleg orð, ýmist af latnesk-grískum toga eða
fengin úr grannmálunum og finnur ekki að því nema síður sé. Honum er ljóst
að orðið guðspjall er tekið beint úr ensku, einnig telur hann að so. blessa sé
þaðan komið og telur aðgætandi hvort það eigi ekki skylt við blóta (bls.39).
Þess má til fróðleiks geta að bæði Ásgeir og Halldór Halldórsson telja blessa
tökuorð úr fomensku. Ásgeir (1989:64) tengir rót orðsins fremur við blóð en
Halldór (1994:27 (sjá blessari)) tengir hana hiklaust við blót.
Jón gagnrýnir að Islendingar skuli að þarflausu apa eftir Dönum sín á milli
þó að hann viðurkenni reyndar að þeir þurfi að babla við Dani og aðrar þjóðir
á þeirra eigin tungu (bls. 39—40): „Enn þessi þarflavsi Islendjnga Apaskapr
eptir Dönum, maa afla manni skapravnar, ef ei undireins Væmu, Kliju og
Uppsölu."
Jón telur enn meiri skapraun og minnkun er þeir sem lærðir vilja kallast og
látast vera svo sem reglubundnir og siðavandir yfirmenn gjöra sig að slíkum
apynjum, eins og hann orðar það (bls. 40), og víkur síðan að löglærðum
mönnum og kirkjunnar mönnum.
I kaflanum um málfar löglærðra (bls. 40—41) rekur Jón mörg dæmi um
dönskuskotið mál og setur sínar íslensku tillögur í sviga á eftir. Hér verður
látið nægja að rekja lítið dæmi. Þeir tala um að fá dóminn beskrifaðan fyrir
‘alskrifaðan’ eða ‘hreinskrifaðan’. Kópíu eður genpart vantar mig af honum,
þ.e. ‘jafngilda eftirskrift’, sem sé vidimeruð, þ.e. ‘sjónarvitni um borið’, og
attesteruð, ‘vitnanlega styrkt’, svo að hún megi validera, þ.e. ‘löggild vera’.
En til minnar kröfu skal ég hafa bevísingar, þ.e. ‘auðsýningar’ eða ‘skírteini’
o.s.frv.
Jón fullyrðir að íslenskir júristar og lögspekingar geti og kunni varla öðru-