Gripla - 01.01.1998, Blaðsíða 234
232
GRIPLA
hvumig þær lístu sjer, og komu honum til margskonar glæpa — þetta
sé „einna vesælast í allri sögunni“ því að „drikkurinn úr hominu“ komi „eins
og fjandinn úr sauðarleggnum (deus ex machina)“ og bendli þau saman allt í
einu Tistran og drottningarefnið (1837:20). Augsýnilegt er að Jónas vill með
engu móti átta sig á ástardrykkjarminninu, sem er einkennandi fyrir „liga-
sögur“ skyldar lygisögunum sem Sverrir Noregskonungur kvað skemmtileg-
astar. I þessu ævafoma minni — en afbrigði af því kemur fyrir í ýmsum fom-
um, íslenskum textum (sjá Boberg 1966:242, minni T34 og Schlauch 1934:
152) — hefur í aldanna rás mótast reynsla óteljandi kynslóða af töframætti
ástarinnar til þess að hún festist sem tryggilegast í minni sagnamanna og
áheyrenda þeirra, og sagan gæti gengið áfram í manna minnum, en bók-
menntimar fengu svo loks í arf (1837:20). Einnig heldur Jónas því fram
(1837:20) að á þessu eina dæmi megi „marka hvursu mikjið skáld hann sje“,
þ.e. höfundur sögunnar; því honum hefir
furðanlega vel tekjist, að óníta með þessu móti efnið þar sem helzt var
að hugsa til, það irði notað
og engin leið sé nú að að lýsa því „sem mest hefði verið í varið“ (1837:20),
langvinnu og flóknu sálarstríði Indíönu. Gagnrýnir Jónas svo harðlega efnis-
meðferð Sigurðar í 5. og 9. rímu og hefur sýnilega talið hann þar helst til ber-
orðan.
Jónas drepur svo í stuttu máli (1837:22) á þá skoðun sumra að enda þótt
„efnið sje sona ljótt og heimskulegt“ sé rímnaskáldinu
ekkji um það að kenna — honum beri að kveða ifir söguna, eins og
hún sje og hafa það liðugt.
En þá megi þeir (1837:22) sem hafa þetta fyrir satt ekki
kjippa sjer upp við það, þó aðrir, sem vit hafa á, gjeti ekki kallað
þesskonar rímur skáldskap, eða þá menn skáld, sem hnoða þeim
saman.
Sakar Jónas Sigurð um að hafa valið slíkt efni af „smekkleisi“ og „tifinn-
ingarleisi á því, hvað skáldlegt sje“ og grunar (1837:22) hann þess vegna um
að vera
ekkji gjæddur neínum verulegum skáldskaparanda, eða þá, að minnsta
kosti, að öbl sálarinnar sjeu of illa vanin, og vitið of lítið, til að kann-
ast við þennann anda og stjóma honum rjettilega. Á hinn bógjinn gjet-