Gripla - 01.01.1998, Blaðsíða 180
178
GRIPLA
Dette synes at passe ikke ilde til denne gyldne Tid, da Guld opdages i alle
Lande. Hvorfor da ikke ogsaa i Jsland? Sagnet aner det i det mindste.
3 Þjóðfræðaefni tengt Gísla Brynjólfssyni í NKS 3312 4to
3.1 Þýðandi Hellismannasögu
Hér að framan var Gísla skáldi Brynjólfssyni eignaður formálinn að Hellis-
mannasögu, og myndi þá gegna sama máli um þýðingu og frágang sögunnar.
Stafimir M. G. sem á undan fara eiga sér einfalda skýringu og augljósa sem
nánar verður vikið að síðar, svo að ekkert fari á milli mála.
Rökin til þess að eigna má Gísla Brynjólfssyni inngang Hellismannasögu
og þýðingu eru ekki jafn auðsæ, og verður að sækja þau í handskrifuð blöð
sem lengi hafa legið og liggja enn í handritaböggli í Konungsbókhlöðu í
Kaupmannahöfn, NKS 3312 4to. Þar er dregið saman íslenskt þjóðfræðaefni
af breytilegum uppruna. Handritablöð í bögglinum eru ósamstæð, en efni og
þjóðemi ræður því hvað saman er lagt, í samræmi við það er bókavarðamerk-
ing: „Islandske Folkeminder“; í bögglinum em til að mynda handritablöð
„Fra Páll Melsteds Dpdsbo, i Bogi Th Melsteds Gave 1931“. Sumt annað er
merkt Gísla Brynjólfssyni yngra, „Fra UB 1932.“ Slíkar áletranir vísa til þess
að Konungsbókhlöðu hafi borist blöðin úr Háskólabókasafni með gögnum
Gísla Brynjólfssonar 1932.
I Háskólabókasafni hafa handritin lent, sökum þess að Gísli lauk starfsferli
í Kaupmannahöfn sem háskólakennari. Gísli lést í Kaupmannahöfn 1888. Til
staðfestingar á hlut Gísla Brynjólfssonar í áðumefndum handritaböggli, NKS
3312 4to, og sem vitnisburð um aðild hans að Hellismannasögu í Berlingi læt
ég nægja að gera grein fyrir efni á lausum blöðum sem bókaverðir hafa lagt
inn í gula örk, og skrifað á: „Forskellige Optegnelser vedrprende islandske
Æventyr og Folkeminder af Gísli Brynjúlfsson d. yngre (Autograf.)“; og á
sömu bls.: „Fra UB.1932.“6 Á blöðunum sem em samkvæmt þessu með hendi
6 Við eftirgrennslan var staðfest að handritagögn Gísla Brynjólfssonar fluttust á milli safna í
Kaupmannahöfn 1932, úr Háskólabókasafni í Konungsbókhlöðu. Svar við fyrirspum þessa efnis
barst greinarhöfundi í bréfi, dagsettu 23. okt. 1991, frá Erik Petersen, forskningsbibliotekar við
Konungsbókhlöðu, Det kongelige bibliotek, hándskriftafdelingen. Orðrétt segir bréfritari:
Det er korrekt at Det kongelige Bibliotek modtog Gísli Brynjólfsons papirer fra Uni-
versitetsbiblioteket i 1932; en del af disse papirer befinder sig nu i Ny kgl. Saml. som
selvstændige numre, mens andre er indgáet i sákaldt voksende samlinger, dvs. numre i
Ny kgl. Saml. hvori der til stadighed kunne/kan indgá nyt materiale. Det gælder sáledes
báde Ny kgl. Saml. 3312 4° og Ny kgl. Saml. 3315 4°.