Gripla - 01.01.1998, Blaðsíða 192
190
GRIPLA
bendir Gísli á vitnisburði fornrita um Surtshelli sem hann kann full skil á og
fer rétt með, þótt ályktanimar sem hann dregur af þeim séu umdeilanlegar,
enda hefði hann þegið að hafa í höndum aldursgreiningu beina sem vísindi
20. aldar leiddu í ljós, og ekki var á valdi 19. aldar manna, og er þá átt við
aldursákvörðun með geislakolsmælingu á kýrhnútu sem Halldór Kiljan Lax-
ness tók í Surtshelli 1948 og reyndist vera bein frá um það bil 940 (Ólafur
Briern 1983:40, Halldór Kiljan Laxness 1949:100). Þá þarf ekki að efa að
kenningar Halldórs Laxness og hugmyndir um fornleg eldstæði í hellinum
hefðu hugnast vel Gísla skáldi Brynjólfssyni (Halldór Kiljan Laxness 1949:
101). Öðrum ummælum skáldsins frá Laxnesi hefði Gísli andmælt kröftug-
lega, og hefðu skáldin seint orðið á einu máli um sannleiksgildi íslenskra
fomrita, enda hafa margir klappað þann steininn með misjöfnum árangri. An
gagnrýni er Gísli ekki, sem kemur fram af því að hann velur Landnámabók
kenniorð sem öðrum fornritum hlotnast ekki: „den paalidelige Landnáma“.
Enda er skemmst frá að segja að Landnámabók verður Gísla mikilvægasta
eða nánast eina heimildin um Surtshelli fyrr á dögum, og var auðvelt til að
taka þar sem hún var nýlega prentuð í útgáfu sem vel var vandað til: íslend-
ínga sögur, udgivne efter gamle haandskrifter af det kongelige nordiske
oldskrift-selskab. Förste bind. Kjöbenhavn 1843. Að þessu leyti var vel í
hendur búið, enda vitnar Gísli yfirleitt rétt til bókarinnar, ef undan er skilin
fljótfæmisvilla þar sem nefndir eru synir Smiðkels. Þar er annar ranglega
nefndur „Audur“ í Berlingi, en heitir Auðunn í Landnámabók (Islendínga
sögur 1843:67). Gísla er í mun að gera þjóðsöguna sem elsta. í hita leiksins
beitir hann rökum sem eru sýnilega gagnslaus og sanna ekkert. Þannig verða
örnefni á sögusviðinu meginröksemd fyrir háum aldri þjóðsögunnar og vísa
sem Gísli viðurkennir þó að sé „nyere i sin nuværende form“, en ræður það af
efni hennar að hún sé forn („öjensynlig efter Indholdet gamle og uforandrede
bevarede i Traditionen“). Vísa Eiríks er í Hellismannasögu eins og hún er
prentuð í Islenzkum œfintýrum (Magnús Grímsson og Jón Amason 1852:96).
Ekki þarf að ætla að Gísli hafi haft aðra heimild um vísuna, enda kemur hún
alveg heim við lýsingu Gísla, og þarf óbeislað hugarflug og mikinn sönnunar-
vilja, að láta sér detta það í hug að slíkur þjóðsagnakviðlingur markaði sög-
unni aldur aftur á miðöldum. Hitt er annað mál og kemur ekki svo mjög á
óvart að vísuna og einhverja gerð Hellismannasögu má njörva niður á 17. öld
með fullgildum rökum, þótt ekki sé sagan varðveitt í heild frá þeim tíma, svo
að mér sé kunnugt, og væri að vísu nokkrum öldum of seint fyrir Gísla skáld
Brynjólfsson. Fyrir aðra sem ekki eru jafn kröfuharðir um sönnun fyrir fom-
eskjualdri þjóðsagna fer hér á eftir sögubrot sem sýnir tilvist Hellismanna-