Gripla - 01.01.1998, Blaðsíða 258
256
GRIPLA
eldgosum og landsiginu sem skapaði Þingvelli í kvæðinu Fjallinu Skjald-
breiði koma ljóðlínurnar í 8. og 9. erindi: „Svo er treyst með ógn og afli /
alþjóð minni helgað bjarg“ og „gat ei nema guð og eldur / gjört svo dýrðlegt
furðuverk“, í næsta erindi í anda algyðistrúarinnar (sjá Jónas Hallgrímsson I
1989:131-132). Að því leyti sker Jónas sig úr að hann yrkir í tengslum við
náttúruna bæði um fulltrúa hins nafnlausa fjölda, bændur og búalið og sjó-
menn, við störf sín og lífsbaráttuna sjálfa sem fyrirbrigði. Mannlýsingamar
eru því ekki eingöngu uppistaða í erfiljóðum Jónasar, en í þeim hefur Bjarna
einkanlega þótt takast að draga þær upp svo meistaralega í svo fáum dráttum
að varla verði lengra gengið í listrænni sparsemi. Grímur lýsir hins vegar
oftast mönnum, sem mótast hafa við ákveðnar, sögulegar aðstæður.
Áhrifum frá Islands minni gætir nokkuð í kvæði Gríms, Island. Skáldið
kvenkennir landið og hin fagra kona er „eilífra fjalla gyðjan há“. Svo er ekki
í kvæðum Jónasar þó að lýsingar á fegurð ættjarðarinnar minni að nokkru á
hið einstæða kvæði Bjama.
Hvorttveggja var að rómantíska stefnan í íslenskum bókum stóð þrjá manns-
aldra og eins hitt að þremenningamir sem lögðu grunninn að henni þurftu
jafnframt yrkingunum að standa sig eftir föngum á öðrum vettvangi í lífs-
baráttunni. Af þessu leiddi að skáldin þrjú skorti, sennilega oftar en okkur nú-
tímamenn getur grunað, tíma til að sinna skáldskapnum eins og hugur þeirra
hefur staðið til. Þá bar saman að nokkru öndverða sjálfstæðisbaráttuna og ævi
eldri skáldanna sem bæði tóku í henni virkan þátt. Þetta setti að sjálfsögðu
ákveðið mark á skáldskap þeirra. Eftir fyrsta sigurinn, endurreisn Alþingis
1845, kom hins vegar nær þrjátíu ára hlé og bæði af þeirri ástæðu og frama
Gríms í utanríkisþjónustunni dönsku gafst honunr ráðrúm til að sinna skáld-
skap sínum við breyttar aðstæður, bæði pólitískar og fagurfræðilegar. En ein-
mitt þá átti vaxandi og fjölbreytt söfnun íslenskra þjóðsagna þátt í því að
Grímur valdi sér úr þeim mörg yrkisefni og markaði það Grími vissa sérstöðu
í íslenskum skáldskap á 19. öld. Annars staðar á Norðurlöndum varð sam-
bærileg þróun og virk þátttaka Gríms í skandinavismanum skerpti hana. Þeg-
ar Grímur sneri heim, svo saddur á ójafnri baráttu við sér voldugri menn að
hann fór aldrei eftir það til útlanda, bjó víðtæk þekking hans á sagnfræði og
bókmenntafræði, yfirburðamannþekking og kyrrsetan á Bessastöðum honum
æskilegt næði til að yrkja bæði mörg og fjölbreytileg söguljóð. Væntanlega
hefur hann getað höfðað til áhugamanna um rímnakveðskap vegna skylds
efnis að nokkru. Þannig átti hann, þótt seint væri, mikinn þátt í því að ýta
rímunum til hliðar. Reyndar höfðu þeir þremenningamir verið sammála um
þetta, en það var Grímur einn sem átti til þessa tíma og tækifæri svo að um